Tillögur frá íbúum sem ekki tengjast stafrænum lausnum

Tillögur frá íbúum sem ekki tengjast stafrænum lausnum

Hér undir eru tillögur sem íbúar hafa sent inn sem ekki tengjast stafrænum lausnum. Þar sem þetta íbúasamráð snýr að stafrænum lausnum, eru þessar hugmyndir teknar og settar í sér hóp, en þessar hugmyndir eru að sjálfsögðu velkomnar líka. Þær verða síðan sendar á viðeigandi svið og settar í hugmyndabanka. Takk fyrir þátttökuna - ykkar rödd er afar mikilvæg.

Points

Göngustígur Gyða Breiðfjörð Svansdóttir skrifar: Aðskilja göngustíga fyrir hjolandi umferð t.d í Lundi ,hjolin og hlaupahjol koma oftast a miklum hraða og halda að þettz sé hjolabraut og er hættulegt gagnvart gangandi folki,mikið eldra folk labbar þarna,foreldrar með börn og folk með hunda.

Tvöfalda stíga . Hjól og gangandi Jón Rafnar Þórðarson skrifar: Það er mjög mikil umferð af gangandi,hlaupandi og hjólandi á Kársnesinu. Full þörf er á að bæta stíginn og þá sérstaklega á kaflanum frá Landsrétti í austur. Eins og staðan er núna þá er þarna mikil slysahætta. Þess fyrir utan er stígurinn orðin mjög slitin og lélegur og til skammar fyrir Kópavogsbæ. Skora á bæjarfulltrúa að fara à stíginn gangandi og hjólandi og sjà með eigin augum í hvaða ástandi hann er. Vær til mjög mikilla bóta að koma þessu í feli sem allra fyrst. Þraungur og slitinn stígur er stórhættulegur og ekki bæjarprýði.

Kársnesbraut Einar Birkir Einarsson skrifar: Umferð um Kársnesbraut hefur vaxið og Gatnamótin inn á brautina erfið fyrir þá sem þurfa að komast inn á brautina. Hugmyndin gengur út á að setja upp hringtorg við Hábraut og Urðabraut til að gera umferðina skilvirkari en á sama tíma lækka hraðann á Kársnesbraut. Eins mætti fjölga innkeyrslum inn í Naustavör, það er mikil umferð um þá einu götu sem er inn í hverfið.

Hringtorg Kristinn Þór Jóhannesson skrifar: Tillaga um hringtorg á Arnarnesvegi niður Lindarveg, þyrfti að vera hægt að taka vinstri beygju inní Lindahverfið í stað þess að aka í gegnum Bæjarlindina en þar er næg umferð fyrir. Dreifa umferðaálagi um Lindahverfið.

Ljós á gangbraut í Baugakór Katrín Ósk Þorbergsdóttir skrifar: Setja ljósastaur á gangbraut í Baugakór sem mörg börn fara yfir á hverjum degi og bílar eiga erfitt með að sjá börnin fyrr en þau eru komin út á miðja gangbraut. Bílar sjá ekki börnin fyrr en of seint þegar þau eru á miðri gangbrau

Hundasvæði/hundagerði Hjördís Anna Matthíasdóttir skrifar: Girt hundasvæði fyrir hundaeigendur í kópavogsbæ. Engin hundasvæði eru í kópavogi og langt fyrir þá sem búa þar að fara á næsta svæði. Jóna Kristín Jónsdóttir skrifar: Vantar hundagerði og sleppisvæði í kópavogi. Gott að hafa allavegana hundagerði svo ég þurfi ekki alltaf að fara út úr bænum ef ég vil hafa hundinn lausan til að geta leikið við hann. Finna svæði fyrir hundagerði í bænum.

Elliðavatn Sonja Aðalbjörg Gylfadóttir skrifar: Göngustíg í kringum vatnið / meðfram því, ekki inní hverfum eins og nú er. Fallega göngubrú yfir stífluna svo hægt væri að ganga stíflugarðinn norðan megin við vatnið. Setja fleiri bekki í hvörfin, við vatnið og í hverfinu. Setja fleiri hraðahindranir í hvörfin, meðalhraði er víða 60-70 plús !! Göngustígur með fram vatninu gagnast öllum Kópavogi, með fallegri útivistarsvæðum á landinu. Göngustígur með fram vatninu gagnast öllum Kópavogi, með fallegri útivistarsvæðum á landinu.

Perur í ljósastaura Þórir Bergsson skrifar: Ég bý í Salahverfi. Oft hef ég sent ábendingar um að perur vanti í ljósastaura en viðbrögð hafa látið á sér standa. Enn eru staurar ljóslausir sem ég benti á í fyrravetur. Úr þessu mætti bæta. Götulýsing er mikilvæg. Mikið af börnum á gangi í myrkrinu á leið skóla á morgnana.

Hjólhýsastæði Þórunn Björg Ásmundsdóttir skrifar: Skipulagt stæði fyrir hjólhýsi.

Kópavogslaug Áslaug Lovísa B Gunnarsdóttir skrifar: Það er oft lítið til af sápu í sturtunni sem má bæta. Einnig stendur hurðin í búningsklefanum alltaf opin (leifar frá Covid) - það þarf lítið til að gæjari geti kíkt inn í klefann

Bókasafnið Dagný Hreinsdóttir skrifar: Hafa bókasafnið opið á sunnudögum, og þá jafnvel styttri opnunartími t.d. á mánudögum, og opið til kl.20 einu sinni í viku (t.d. á þriðjudögum). Aukin þjónusta við bæjarbúa, hægt að fara með börnin á bókasafnið á sunnudögum þegar flestir eru í fríi. Elma Lára Auðunsdóttir skrifar: Já opið á sunnudögum það væri vinsælasti dagurinn!

Vantar nauðsynlegt undirgöng sem tengir Bæjarlind saman við Smáralind. Þarna eru tvö hverfi sem er ekki hægt að komast á milli nema á einkabíl, þó það sé bara örstutt þarna milli. Auk þess þarf að bæta öryggi gangandi vegfaranda undir brúnni við Skógarlind, þar er oft fólk að fara yfir götuna yfir í Smáratorg og það er hættulegt og engin örugg leið þarna undir.

Aukin þjónusta fyrir heimilisfól Þorsteinn Rafn Guðmundsson skrifar: Þetta eru manneskjur eins og öll við hin og eiga rétt á okkar virðingu.og hlújum og heitum mat á hverjum degi. Á hverju ári búa heimilislausir við sára fátækt með ekkert þak yfir höfði sér sama hversu veðrar, rigning rok, slydda , þung snjókoma og svo slydda sem gerir mann kaldann innan að beini. Þetta er til skammar.

Hljóðmön og lýsing Leó Pálsson skrifar: Hljóðmön og lýsing við Vogatúngu. Mikill hávaði frá Hafnarfjarðarveg

Ruslatýnsla í Kópavogsdal/Kársnesi Steinunn Arna Arnardóttir skrifar: Legg til að starfsmenn bæjarins gangi reglulega um stíginn í Kópavogadal og út fyrir Kársnes til að halda umhverfinu snyrtilegu. Týna upp rusl, innkaupakörfu og annað, tæma ruslafötur oftar og svo framvegis. Göngustígurinn er mikið nýttur og alltaf skemmtilegra þegar umhverfið er snyrtilegt. Mikið gert nú þegar t.d. Með því að mála undirgöng og lýsa en alltaf hægt að bæta. Ýtir unfit að öll gangi vel um.

Fleiri grenndarstöðvar Erla Sigfúsdóttir skrifar: Það þarf að fjölga grenndarstöðvum sem hægt er að losa sig við gler og annað sem ekki sem ekki má fara almennu sorptunnurnar. Þegar núverandi flokkunarkerfi var innleitt var okkur lofað að þess hàttar stöðvum yrði fjölgað og aldrei ættu að vera meira en 500 metrar í næstu stöð. Þetta er alls ekki raunin í vesturbænum,(veit ekki með önnur hverfi) Èg hef áður bent á þetta og fékk það svar að tafir hefðu orðið á innflutningi á grenndargámum og þess vegna væru ekki búið að fjölga stöðvunum, það er komið á annað ár síðan og staðan er enn eins.

Betri strætó samgöngur niður í Fífu frá Nýbýlavegi Þórdís Jóna Ólafsdóttir skrifar: Vantar að hafa einn strætó sem fer beint frá Nýbýlavegi niður í Fífu fyrir öll þau börn sem búa neðan Nýbýlavegs og æfa með hverfisfélaginu - glórulaust að það þurfi að skipta í Hamraborg á ekki lengri leið og að þetta þurfi að taka svona langan tíma. Yfir vetrartímann er ekki hægt að ætlast til að börn frá 10 ára aldri séu að hjóla á æfingar. Gerir börnin sjálfstæðari og minnkar umferð einkabílsins í kringum Fífuna

Göngustígur MALBIK í Heiðmörk Andrea Marie Kristine Jacob skrifar: Það væri frábært að hafa einhvern greiðan og malbikaðan göngustíg, sem hægt er að hjóla og fara með kerrur og vagna, frá Kórahverfinu í Kópavogi og upp að Guðmundarlundi. Ömurlegt að hafa þessa náttúruperlu í bakgarðinum en að þurfa síðan að labba reiðstíg og/eða göturnar með börnunum sínum þar sem margir bílar keyra endalaust hjá. Þetta myndi skapa betri og greiðara aðgengi að Heiðmörk og sérstaklega Gupmundarlund 💜 Betri samgöngur Heilbrigður lífstíll Gott að hreyfa sig Efla heimsóknir í Heiðmörk/Guðmundarlund

aðgengi fyrir hjólastóla við göngubrýr í Fossvogsdal Helgi Þorvalds Gunnarsson skrifar: Laga núverandi rampa.

Í hjarta Kópavogs: Tónlistarhátið Aníta Rut Hilmarsdóttir skrifar: Hafa tónlistarhátíð eins og Hjarta Hafnarfjarðar, bæjar og tónlistarhátíð. Tónleikar haldnir úti í tjöldum. Myndi auka stemningu og sameina Kópavogsbúa. Mun auka mannlíf og menningu í Kópavogi.

Göngubrú Agnes Jóhannsdóttir skrifar: Göngubrú. -Tenging frá Lindum yfir í Smárann við Smáralind. Agnes Jóhannsdóttir Auðvelda samgöngur hjólandi og gangandi fólks í meiri þjónustu. Gönguleiðin sem er til staðar er mjög hættuleg og leiðinleg.

Bílastæði í Hófgerði Trausti Aðalsteinsson skrifar: Tillaga: Legg til að það verði einungis heimild að leggja bíl, í ytri hring, í Hófgerði. Ástæða: Það verður svo þröngt sumstaðar ef lagt er báðu meiginn, að sjúkra og slökviliðsbílar komast ekki á milli. Ástæða: Það verður svo þröngt sumstaðar ef lagt er báðu meiginn, að sjúkra og slökviliðsbílar komast ekki á milli.

Umferðaröryggi við Hagasmára Víðir Snær Svanbjörnsson skrifar: Ég er Kópavogsbúi og við fjölskyldan löbbum mikið yfir þessa götu frá heimili okkar yfir í Smáralind. Ég keyri líka daglega þessa götu og búinn að upplifa mikið umferðaróöryggi og flestir bílar langt yfir leyfilegum hámarkshraða. Það má því lýsa þessu þannig að bílarnir séu næstum því að ná að strauja mann niður. Það vantar amk 2-3 hraðahindranir á þessari götu og líka betra skyggni til að sjá gangandi vegfarendur. Þarna eru einhverjar framkvæmdir enn í fullum gangi og stórir gámar inn á götu og skyggja gangandi vegfarendur. Ofsaakstur bifreiða á þessari götu

Ræsi undir stíg á seljahrygg Júlíus Björn Þórólfsson skrifar: Við leysingar kemur mikið vatn um og yfir stiginn á Sejahrygg (aftan við Stuðlasel 14 & 16) sem gerir hann hættulegann þegar frystir. Það að setja ræsi sem beinir úrkomuvatni undir stíginn sem minnka líkur á að hættulegur klaki byggist upp á stígnum.

Tvöfaldir bekkir Júlíus Björn Þórólfsson skrifar: Tvöfaldir bekkir á valda útsýnisstaði á Seljahrygg. Fólk er á ferðinni frá morgni til kvölds á göngu um Seljahrygginn að njóta útvistar og sólarlags. Að bjóða upp á tvöfalda bekki þar sem fólk getur setið og notið sólarupprásar eða sólseturs.

Æfingatæki á Seljahrygginn Júlíus Björn Þórólfsson skrifar: Sjá tæki frá Norwell Outdoor Exercise Equipment í krækju: https://share.google/swos… Mikið af fólki notar Seljahrygginn til göngu, hlaupa og hjólreiða. Tilvalið væri að hafa æfingatæki sett niður á vel völdum stöðum á leiðinni.

skilti Steinunn Ágústa Þórhallsdóttir skrifar: Flytja eða setja upp annað skilti um bann við lausa hunda á Kopabogstúni Það eru endalaust lausir hundar á Kópavogstúni og olli einn slíkur slysi um daginn þegar hann flaug á konu með þeim afleiðingum að hún féll og brotnaði á unglið

Hundagerði í Fossvogdal Kjartan Róbertsson skrifar: Í Fossvogsdal ganga fjöldi hunda með eigendum sýnum á degi hverjum. Það gæti gott að fá lokað hundagerði fyrir neðan Daltún eða nokkurn veginn beint á móti Fossvogsskóla þar sem hundar fá tækifæri til að vera lausir og leika innan lokaðra afmarka.

Göngubrautir hættulegar við hringtorg Aðalsteinn Ingi Pálsson skrifar: Staðsetning gangbrauta rétt við hringtorg skapar aukna hættu á árekstra bíla og fólks. Þegar gangbraut tekur við strax við þegar ekið út af hringtorgi er a) aukin hætta á því að bifreið keyri á hangandi þar sem mikið áreiti fylgir því að keyra í gegnum hringtorg sem minnkar athygli á gangandi. b) ef að bifreið stoppar fyrir gangandi þegar ekið út af hringtorgi stíflar/stoppar hún um leið aðra umferð um hringtorgið og hindrar flæði í allar áttir.

Sauna í Kópavogslaug Valgerður Rós Morthens skrifar: Alvöru heita saunu í Kópavogslaug. Andleg heilsa og gæði laugar

V götumyndar Gunnhildur Harpa Hauksdóttir skrifar: Ég bý á horni Auðbrekku og Löngubrekku, ásýnd Auðbrekku sérstaklega, er þannig að ég skammast mín fyrir götuna, gatan er undirlöggð leiguhúsnæði sem ég stórefa að allt sé löglegt? Það er eins og bæjaryfirvöld hafi kastað inn handklæðinu og gefist upp á að koma hverfinu í þá mynd sem varð þess valdandi að ég keypti upphaflega. Miðað við nýjan miðbæ sem koma á rétt fyrir ofan Auðbrekkuna, hlýtur kjörnum fulltrúum að ofbjóða aðkoman að götunni. Mér líður eins og ég hafi verið leidd í gildru, þegar ég flyt inn 2017 var allt á uppleið í hverfinu, Covid auðvitað hafði sín áhrif, en nú er orðið ansi langt síðan uppbygging hefði getað haldið áfram, á meðan skríður upp eftir götunni óþrifnaður og misjöfn umgengni, kvöldhljóðin eru rifrildi og öskur. Ekki langt síðan mótórhjólaklúbbur hélt veislu og lögregla lokaði götunni þess vegna! Umferðaróhapp varð fyrir nokkrum dögum á horni Auðbrekku og þar eru enn ummerki, brotin ljós og önnur glerbrot,

Göngubrú yfir Kársnesbaraut. Bergþór Skúlason skrifar: Setja göngu og hjólabrú yfir Kársnesbraut. Það er mikil umferð bæði gangandi og hjóla yfir þunga umferðagötu.

Leiksvæðið á Víghól Jara Fatima Brynjólfsdóttir skrifar: Bæta má leiksvæðið á Víghól. Risa svæði sem er lítið er nýtt í dag. Frábært væri að blása smá lífi í svæðið hvort sem það sé með betri leiktækjum, hoppubelg eða slíkt.

Hoppubelgur við Leikskólan Sólhvörf Magnús Þór Magnússon skrifar: Túnið fyrir neðan Sólhvörf er tilvalið fyrir hoppubelg. Löngu tímabært! Það er enginn belgur hérna megin í hverfinu.

Guðmundarlundur Sigsteinn Sigurbergsson skrifar: Betri veg og bílastæið hjá Guðmundarlundi. Þröngur vegur og oft ekki bílastæði ( of fá stæði)

Kópavogslaug Bjarney Þórarinsdóttir skrifar: Kaldir pottur eins og er í Salarlaug og infra rauður sánaklefi. Setja kaldan pott eins og er í Salarlaug og infra rauðan klefa.

Hoppubelg í Hjallahverfið Hafdís Lind Björsdóttir skrifar: Við erum með frábært útisvæði í Hjallahverfi sem krakkarnir nýta sér, en það vantar eitthvað sem fær þau til að njóta sín enn betur og hvetur til útiveru. Hoppubelgur myndi skapa líflegt og skemmtilegt umhverfi þar sem börn á öllum aldri geta leikið sér saman, styrkt hreyfifærni sína og fengið útrás fyrir orku. Þetta væri frábær viðbót við hverfið og myndi gera útisvæðið enn meira aðlaðandi fyrir fjölskyldur. Hvetur börn til aukinnar hreyfingar og útiveru.Styrkir félagsfærni, þar sem börn spila saman og mynda vinatengsl. Bætir nýtingu útisvæðisins og gerir það meira aðlaðandi fyrir fjölskyldur. Eykur öryggi með því að hafa áhugavert leiksvæði á skipulögðu svæði í stað þess að börnin leiki sér annars staðar. Er vinsælt víða annars staðar og hefur reynst mjög vel í sambærilegum hverfum.

Göngubrú frá Bæjarlind og yfir í Smàralind Ásdís Hafliðadóttir skrifar: Eg tel að þessi hugmynd myndi tengja þessi hverfi mun betur og auka við þjónustumöguleika fyrirtækjaeigenda í Bæjarlind, einnig öryggi barna sem þurfa núna að fara í gegnum smàralindina og undir brú hjá miklum umferðar þunga. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir skrifar: Ég er sammála og þetta auðveldar allt aðgengi. Breyta hafnarbraut í einstefnugötu og fjölga bílastæðum þannig að atvinnustarfsemi og íbúabyggð fari vel saman. Bílastæðismálin eru vandamál og hér er byggt of þétt og of margar íbúðir. Það geta ekki allir valið bílalausan lífsstíl og það er fólkið sem á að velja ekki pólitíkin og skipulagið. Það eru líka lífsgæði að fá fólk í heimsókn og geta lagt bílnum sínum í stæði án þess að rúnta um hverfið í hálftíma.

Strætó í Austurkór Guðmundur Anton Helgason skrifar: Strætó gangi í Austurkór.

Hámarkshraði við íbúðargötu Rósa Jósefsdóttir skrifar: Það er allt of algengt að fólk keyri þessa götu greitt og mikil slysahætta þar sem bílastæði eru beggja megin við götuna.

Hljoðmön við Hafnarfjarðarveg Elín Þórðardóttir skrifar: Bæta hljóðvist en mikill hávaði er vegna umferðar a Hafnarfjarðarvegi. Setja hljóðmön. Bæta hljóðvist en mikill hávaði er vegna umferðar a Hafnarfjarðarvegi. Setja hljóðmön.

Fleiri ruslafötur í Smárahverfinu Ragna Björk Jóhannesdóttir skrifar: Það vantar verulega upp á ruslafötur í kringum allan Kópavog, en þá sérstaklega að mínu mati í neðra Smárahverfinu.

ruslafata Unnur Steina Björnsdóttir skrifar: Vantar ruslafötu nálægt skífunni við Granafell, langt í næstu.

Tæma ruslafötur íbúa oftar. Það er efni í gamansenu þegar ruslabíllinn loksins kemur, þá kemur fólk hlaupandi út úr öllum húsunum með rusl sem hefur þurft að vera í geymslu innandyra því ruslatunnurnar rúma það ekki. Nú eða bara taka upp gömlu góðu stóru ruslatunnurnar aftur í notkun.

Klambratúns-útisvæði á Smárahvammstúni fyrir íbúa Aron Gauti Óskarsson skrifar: Útisvæðið á Smárahvammstúni yrði hannað með fyrirmynd frá Klambratúni í Reykjavík. Hugmyndin er að búa til grænt og líflegt svæði sem nýtist öllum – börnum, ungmennum og fullorðnum. Markmiðið er að svæðið verði miðpunktur í hverfinu þar sem fólk getur hist, notið útivistar og tekið þátt í fjölbreyttu mannlífi. Á svæðinu mætti sjá fyrir sér: • Leiksvæði fyrir börn með öruggum leiktækjum fyrir mismunandi aldur. • Íþróttaflöt sem nýtist fyrir fótbolta, frisbí eða aðra útileiki. • Göngu- og hjólastíga sem tengja svæðið við nágrennið. • Hvíldarsvæði með bekkjum og borðum þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum. • Gróður og blómabeð sem gera svæðið fallegt og vistvænt. • Rými fyrir viðburði eins og litla tónleika, listasýningar eða markaði. Með þessu móti yrði Smárahvammstún að fjölskylduvænum samkomustað þar sem útivist, hreyfing, samfélag og menning fara saman.

hjólhýsastæði Þórunn Björg Ásmundardóttir skrifar: Stæði fyrir þennan ógnarfjőlda hjólhýsa i hverfinu. Fjőldi hjólhýsa í hverfinu hefur aukist verulega. Gott væri að fá svæði þar sem hægt er að leigja dtæði fyrir hýsið yfir sumarið og/,eða veturinn. Her eru fullt af hýsum staðsett a bílastæðum Kórsins. Bæði í Vallakór og fyrir aftan Vindakór. Þetta eru jafnvel hýsi sem tilheyra nágrannasvæðunum Hafnarf og Reykjavik. .að hlýtur að vera hægt að koma þessu fallega fyrir og jafnvel innheita aur fyrir geymsluna.

Infarauð gufa Kristján Hauksson skrifar: Setja infrarauða gufu og þeytara fyrir sundföt í Boðann. Gerir öllum gott. Heilsusamlegt fyrri eldriborgara sem margir munu nota þetta.

Hættuleg gang og hjólabraut Hallur Þorsteinsson skrifar: Neðst á Smiðjuveginum er gang og hjólabraut á móts við Tengi. Þessi braut er verulega hættuleg og aðeins spursmál hvenær verður þar alvarlegt slys eins og málum er fyrirkomið núna. Eins og þetta er núna kemur hjólreiðafólk á mikilli ferð eftir hjólastígnum úr báðum áttum og fæstir stoppa þar sem brautin þverar akbrautina. Það er sýnum verra að bregðast við þeim sem koma úr Fossvogsdalnum þar sem mannhæðar hátt grindverk byrgir sýn. Það sem að mínu mati mætti gera þarna til úrbótar á mikils tilkostnaðar væri að setja tvo röraboga eins og víða er við svipaðar aðstæður og þá er lykilatriði að staðsetja þá þannig að hjólafólkið þurfi virkilega að hægja á sér þegar það fer framhjá þeim. Ég hef einu sinni lent í því að þurfa að nauðhemla þarna þar sem reiðhjólamaður kom þarna á 40-50 kílómetra hraða og skaust framhjá grindverkinu og út á götunna. Það var eingöngu viðbragðsflýti mínum að þakka að þarna varð ekki slys.

Kársnes Kári Þorsteinsson skrifar: Óánægja með hvað það er mikið af drasli við margar lóðir á Kársnesi og er ekki hægt að ganga frá umhverfinu þar sem Hafnarbraut 14 er.

Umferð Gústaf Kristinsson skrifar: Hætta að þrengja götur til að tálma umferð íbúa Kópavogs, sbr. umhverfi Smáralindar og Dalvegar o.fl. götur. Segja upp þeim starfsmönnum, eða setja í endurhæfingu sem bera ábyrgð á þessum skemmdarverkum með tilheyrandi kosnaði fyrir íbúa Kópavogs. Þessir aðilar passa algerlega inn hjá R.vík og eru best geymdir þar.

leiksvæði í álalind Viggó Pétur Pétursson skrifar: Bæta leiksvæði fyrir börn í álalind. Það eru bara rólur fyrir börnin en leiksvæði annarstaðar í hverfinu eru mun flottari og langt í þau frá nýja hverfinu í alalind og bæjarlind

Infrarauð Jóna Kristín Jónsdóttir skrifar: Fá infrarauða sauna við sundlaugarnar. GOTT FYRIR HEILSUNA DREGUR ÚR VERKJUM OG BÓLGUM .

Reiðhjólaskýli við skóla Friðrik Guðmundsson skrifar: Skýli verði sett upp til að skýla hjólum fyrir veðri. Hjól ryðga síður og börnin setjast á þurran hnakk á leið heim. Engin skýli eru við Hörðuvallaskóla né Kóraskóla

Reiðhjólaskýli við skóla Friðrik Guðmundsson skrifar: Skýli verði sett upp til að skýla hjólum fyrir veðri. Hjól ryðga síður og börnin setjast á þurran hnakk á leið heim. Engin skýli eru við Hörðuvallaskóla né Kóraskóla

Sameiginlegt svæði fyrir hjólhýsi. Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar: Mikil vöntun á svæði fyrir hjólhýsi fyrir fólk sem býr í blokk og ekki auðvelt að taka stæði þar.

göngubrú Edda Þorsteinsdóttir skrifar: Tengja Lindir við smárann með göngubrú. Öryggi að börn komist î íþróttarhús

Umferðarbætur Aðalsteinn Ingi Pálsson skrifar: Laga aftur til baka gatnamót við Smáralind sem er verið að breyta. Það myndast of mikill tappi eftir breytingar og verpur óbærilegt t.d. á álagstímum um helgar og desember. Það myndast of mikill tappi eftir breytingar og verpur óbærilegt t.d. á álagstímum um helgar og desember.

Kópavör -bílar mega aðeins leggja á aðra hlið götunnar Jurgita Subonyte skrifar: Leggja skal aðeins leyfa öðrum megin við götuna, þar sem ef bílar eru lagðir báðum megin verður gatan of þröng og stærri ökutæki (slökkvibílar, sjúkrabílar, sorphirðubílar) komast ekki í gegn. Að auki verður umferð að og frá innkeyrslum torveld þar sem bílar geta ekki mætst. Öryggi íbúa og neyðarakstur. Þegar bílar eru lagðir beggja megin götunnar verður gatan of þröng. Stærri ökutæki eins og slökkvibílar, sjúkrabílar og sorphirðubílar eiga þá erfitt, jafnvel ómögulegt, með að komast leiðar sinnar. Þetta getur haft bein áhrif á líf og heilsu íbúa ef neyðaraðstoð kemst ekki tímanlega á vettvang. Umferðarflæði og aðgengi. Gatan er þröng og umferð tiltölulega mikil, sem veldur því að þegar lagt er beggja megin geta ökumenn hvorki mætst né ekið greiðlega í gegn. Þetta veldur stöðugum hindrunum, tafir og getur aukið líkur á minniháttar slysum eða árekstrum.

Ný aktursleið til Kársness frá Hafnarfjarðarvegi Jurgita Subonyte skrifar: Bæta við nýrri akstursleið til Kársness frá Hafnarfjarðarvegi inn á Kópavogsbraut við hringtorgið hjá Sunnuhlíð. Eins og staðan er nú er eini aðkoma að Kársnesi í gegnum Hamraborg, sem er alltaf mjög þungt hlaðin bæði almennri og strætisvagnaumferð. Að auki er umferðarljósið við Sundið óþarflega langt og veldur tafir. Fyrir íbúa á vestari hluta Kársness myndi því ný leið inn í hverfið nýtast mjög vel. Lagt er til að komið verði á nýrri akstursleið til Kársness frá Hafnarfjarðarvegi, inn á Kópavogsbraut við hringtorgið hjá Sunnuhlíð. Núverandi aðkoma. Í dag er einungis ein aðkoma að Kársnesi, í gegnum Hamraborg. Hamraborg er mjög þungt hlaðin umferðarmiðstöð, bæði fyrir almennan akstur og strætisvagna. Samkvæmt gögnum frá Vegagerðinni og Google Maps myndast þar oft töluverðar tafir, sérstaklega á háannatímum. Viðbótartafir skapast vegna umferðarljóss við Sundið sem er stillt á óhentugan og langan biðtíma miðað v

Öruggt Hjólastóla aðgengi (og reiðhjóla) niður í Fossvogsdal Bjarni Malmquist Jónsson skrifar: Til þess að komast í undirgöng sem liggja undir Nýbýlaveg þarf einstaklingur á hjólastól að fara út á götu nokkra tugi metra, þetta sama á við með krakka og fullorðna sem eru að hjóla... það er ekki niðurtekinn kanntur svo að hægt sé að halda áfram eftir gangstéttinni sé maður að koma niður Auðbrekkuna, kanntarnir sem vantar að taka niður eru s.s. þar sem keyrt er út af bílastæðum við t.d. Dominoz. Það er alveg glatað að þetta stoppi þá sem eru hreyfihamlaðir að komast á öruggan hátt og einir síns liðs í Fossvogsdalinn og allar þær hjólaleiðir sem þaðan liggja, mjög einfalt mál að laga sem er skandall að sé ekki í lagi. Á meðfylgjandi mynd eru merktar inn tvær leiðir, rauð og blá, það eru einu leiðirnar sem eru færar á hjólastólum og reiðhjólum nema að fólk sé á fjallahjóli sem að ætti nú að vera óþarfi innan bæjar, þar sést reyndar líka að það er að auki ljósastaur á miðri gangstéttinni sem

Gatnamót, Lindavegur <-> Arnarnesvegur Aðalsteinn Finnbogason skrifar: Í mörg ár hef ég verið að hneykslast á því afhverju í ósköpunum er ekki leyfð vinstri beygja frá Arnarnesvegi (þegar keyrt er í austurátt) yfir á Lindarveg. Þar sem ég bý í Funalind 1 og kem frá vinnu frá Hfj. þá þarf ég að fara inn afleggjara við KFC og aka um Bæjarlind til að komast heim til mín. Þetta þurfa margir að gera og eykur umtalsverða umferð um Bæjarlind að óþörfu. Þetta er eins heimskulegt og ef bannað yrði að taka beygjur af Fífuhvammsvegi (þegar ekið er í vesturátt) inn í Fitjalind (vinstri beygja) og að sama skapi beygja af Fífuhvammsvegi (þegar ekið er í austurátt) inn í Hlíðardalsveg (vistri beygja). Ég tel mjög mikilvægt er að breyta þessum gatnamótum. Nú verandi hönnun eru misstök og skömm fyrir Kópavogsbæ. Umferð um Bæjarlind er allt of mikil og það að breyta þar hámarkshraða (sem gerðist nýlega) var ekki að breyta því.

Það þarf að girða af garðinn við gerðarsafn við Borgarholtsbrautina. Krakkarnir hlaupa þangað upp til að rúlla eða renna niður og þarna umferðarþung gata í meters fjarlægð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information