Miðbær Ísafjarðar er með flottari miðbæjum landsins og þarf lítið til að skapa þar rífandi stemmingu. Hinsvegar hefur borið á því að mikið ósamræmi er á opnunartímum þ.e. hvenær er opnað á morgnana og hvenær lokað á daginn svo ekki sé talað um laugardagsopnanir/lokanir. Það yrði til mikilla bóta að rekstraraðilar samræmdu opnunartíma og þjónusta væri til boða þegar nágrannar og ferðamenn koma á svæðið.
Miðbærinn þarf að vera "opinn" til að hægt sé að nýta sér þá fjölbreyttu þjónustu sem er í boði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation