Sjósund nýtur vaxandi vinsældar um allt land. Hugmynd er að koma upp nokkrum (heitum) útipottum, útisturtu og skjólveggjum/búningsaðstöðum við Norðurtangafjöru. Gerir fólk kleyft að stunda sjósund, hlýja sér eftirá og njóta útsýnis til norðurs. Frá þessum stað er oft hægt að sjá stjörnur/norðurljós á veturnar og ljósmengunin er minni en á öðrum stöðum. Setja mætti baujur til að afmarka svæði án skipaumferðar.
Útipotta svæði bara verður að koma hér. Mér er slétt sama hvar þeir verða
Ég tek undir þetta. Hver sem staðsetningin væri þá væru fallegir pottar í fjöruborðinu mikið aðdráttarafl jafnt fyrir bæjarbúa og ferðamenn.
Sjósund er vinsælt, hressandi og talið heilsueflandi. Slíkar aðstöður væru aðdráttarafl fyrir bæjarbúa og ferðafólk. Staðsetningin við Norðurtanga er miðsvæðis en á rólegum stað. Ljósmengunin er minni og sjórinn aðgengilegur og hreinni en innar í firðinum. Útsýnið er fallegt. Hjóla- og gönguleið liggur að svæðinu.
Góð hugmynd - mætti líka vera í Neðsta.
An alternative or a complement to hot outdoor pots may be to have a sauna by the water - they are pretty common in other Nordic countries (in Sweden they are often called as "kallbadhus", in Finland they are everywhere) and as relaxing and healthy - https://bit.ly/sauna-by-the-sea
Ef skolun eftir sjósund, hvort sem það væri pottar sturta eða annað. Aðallega bara góð aðstaða fyrir sjó unnendur, með þessu móri hefðum við meira aðdráttarafl fyrir utanbæjar fólk, öruggari aðstöðu fyrir börnin okkar sem í vaxandi mæli leita sér sf leik nálægt sjó. Og ekki má heilsufarslegum ávinningi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation