Mig langar að kasta fram þeirri hugmynd að útbúin verði skíðabrekka við Vallahverfið/Skarðshlíðina í líkingu við þá sem er í Breiðholtinu. Frábært væri að hafa litla skíðalyftu og útbúa einnig snjóþotu og sleðabrekku á staðnum. Ég er þess fullviss um að þetta yrði mikið notað á veturna af fjölskyldum hér í bæ. Það þarf ekki mikinn tilkostnað til að þessi hugmynd yrði að veruleika og skora ég á bæjaryfirvöld að skoða þetta af fullri alvöru.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna innanbæjar á veturna
Geggjuð hugmynd. Bjó við hliðina á þessari brekku í Breiðholti sem barn og það var æði. Iðaði allt af lífi. Væri æði að fá eitthvað svipað hér 😊
Frábær hugmynd
Frárbær hugmynd! Sem myndi nýtast öllum Hafnfirðingum ⛷🏂🎿👍😍
Væri æði að fá svona brekku. Við fjölskyldan myndum pott þétt eyða miklum tíma þarna á veturnar
Frábær hugmynd
Frábær hugmynd! Áfram fjölskyldubærinn Hafnarfjörður ❤️
Frábær hugmynd. Margir Hafnfirðingar keyra í Breiðholtið eða Árbæinn til að komast í smá brekku mrð börnin. Yrði örugglega vel sótt. Snjóþotu/sleðabrekka og skíða/brettsbrekks yrðu að vera aðskilin.
Væri frábært
Frábær hugmynd, gerir hverfið okkar enn meira fjölskyldu og utivistavænna.
já takk
góð hugmynd, nóg af brekkum í Skarðshlíðinni og þetta yrði mikið notað.
Flott hugmynd
Þetta er frábær hugmynd. Fá sport eru jafn mikil fjölskyldusport og skíði
Væri heldur betur vinsælt a mínu heimili 🙂
Þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt! Þvílíka aðdráttaraflið sem þetta hefði sem og að gerir lífið töluvert auðveldara fyrir þá sem vilja skella sér á skíði / snjóbretti / sleða. Það væri kjörið að vera með töfrateppi eins og er í bláfjöllum þarna! :)
Frábær hugmynd. Hafnarfjarðabær gerir út á að vera heilsubær og þetta væri bara til að styrkja þá ímynd. Það væri líka hægt að nota brekkurnar við Hvaleyravatn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation