Sameiginleg bílastæði við Laugalind í Kópavogi

Sameiginleg bílastæði við Laugalind í Kópavogi

Sæl. Það vantar sameiginleg bílastæði við Laugalind. Málið er að Laugalind 3 er með þrjú bílastæði á íbúð meðan hinir í götunni eru með tvö. Mér skilst að þetta sé svona samkvæmt deiliskipulagi og lóðaleigusamningi hússins. Íbúar í Laugalind 3 hafa gengið hart fram í því að halda aukastæðunum fyrir sig með merkingum og öðru. Þetta hefur valdið ýmsum vandamálum fyrir aðra íbúa. Ég legg til að Kópavogur leigi aukastæðin 4 af Laugalind 3 fyrir alla íbúa götunnar. Sjá nánar mál 1507103.

Points

Rökin eru þau að það þarf að gæta jafnræðis við alla íbúa í þessari götu til að tryggja frið og sátt. Ég hef ekki fengið röksemdir frá Kópavogsbæ fyrir því af hverju málið var afgreitt svona á sínum tíma. Sjá nánar mál nr. 1507103 þar sem samskipti voru (eiga að vera) skráð á milli lögfræðideildar bæjarins, byggingarfulltrúa og fleiri aðila. Vonast til að Kópavogsbær afgreiði þetta mál á lausnamiðaðan hátt og leigi stæðin fyrir alla íbúa götunnar. Það yrði farsæll endir á málinu.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information