Loka afrein / aðrein frá og að Krónunni við Þingmannaleið.

Loka afrein / aðrein frá og að Krónunni við Þingmannaleið.

Nýleg akrein gengur beint yfir leið nemenda Vatnsendaskóla í og úr leikfimi í Kórnum. Bílar koma upp af bílastæði Krónunnar rétt við strætóskýli. Þetta er stórhættuleg slysagildra, börn eru gjarnan hjólandi á þessari gangstétt á leið í leikfimi.

Points

Mikil slysagildra þar sem umferð er beint yfir gangstétt sem börn í hverfinu nota mikið til að komast milli skóla og íþróttahúss. Akreinin hlýtur að hafa verið lögð þarna fyrir mistök.

Afar hættuleg akrein yfir gangstétt við endann á byggingunni sem Krónan er í. Getur varla verið á skipulagi því það er eins og malbikaður hafi verið slóði sem líklega varð til þegar unnið var í húsinu. Hljóta að vera mistök og verður að endurskoða áður en slys hlýst af.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information