Ný Vistgata milli Linda- og Lautasmára

Ný Vistgata milli Linda- og Lautasmára

Breyta vistgötu milli Linda- og Lautasmára, fjarlægja bíla- og gróðurstæði og auka öryggi gangandi vegfarenda.

Points

Óska eftir að fá betri skilgreinda gönguleið og tengingu gönguleiða á milli Linda- og Lautasmára með öryggi vegfarenda. Gróður og bílastæði á þessari leið hafa truflandi áhrif á göngu- og hjólaleið, sérstaklega barna, þar sem skilgreind gögnuleið er óljós og ekki í beinum tengslum við núverandi göngustíga. Einnig að fjarlægja gróðurbeð við Lindasmára 13 til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda við gangstétt og inn/útkeyrslu á bílaplön við Lindasmára 27-47.

Ég styð þessa tillögu. Fyrirkomulagið á götunni í dag skapar hættu.

Er sammála þessu.

Það er nú ekki lengur hægt að tala um að þetta sé vistgata hraðin er orðin það mikil þarna. Réttast væri að loka þessari götu t.d við Lautasmára 41

Ég er sammála þessu, mikil hætta er að skapast fyrir gangandi vegfarendur og þá sérstaklega börn sem eru að ganga þarna og hjóla. Gróður er á mörgum stöðum í hverfi okkar orðin ofvaxinn og farinn að skyggja á sýn bílstjóra.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Smáranum. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information