Digranesvegur - sá hluti sem liggur niður með Hólahjalla

Digranesvegur - sá hluti sem liggur niður með Hólahjalla

Trjágróður niður með götunni austan megin, ekki ósvipað og kominn er við Dalveg. Ekki of hávaxinn þó.

Points

Hæfilega hár trjágróður myndi draga úr sjónmengun af bílaumferð sem er töluverð upp og niður Digranesveginn. Hljóðmengun er sömuleiðs mikil fyrir framan mitt hús í það minnsta (við Hólahjalla 2) en því miður er trúlega lítið hægt að gera í því efni. Trjágróður niður með götunni myndi líka skapa skjól fyrir gangandi og hjólandi umferð eftir göngustígnum sem liggur niður með Digranesveginum austanmegin, jafnt fullorðinna og ekki síst barna. Trjágróður dregur líka úr mengun og fegrar umhverfið.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information