Lækka umferðarhraða á Nýbýlavegi

Lækka umferðarhraða á Nýbýlavegi

Alltof fáir virða 50km umferðarhraða á Nýbýlavegi og mjög erfitt að komast til eða frá húsagötu við hús númer 38 - 78, of margar aftanákeyrslur keyrandi frá austri og beygja inn í húsagötu...vildi gjarnan sjá nýju myndavélarnar sem mæla meðalhraða á milli punkta

Points

allir vilja komast heilir heim og það á líka við íbúa við Nýbýlaveg;o)

Það er mikil þörf á að draga úr umferðarhraða á götum í hverfinu, bæði á Nýbýlavegi og öðrum götum þar sem ekki er verið að virða 30 km hámarkshraða. Einnig þarf að setja grindverk og gróður til að draga úr hljóð- og rykmengun frá umferðargötum. Með nýjum fjölbýlishúsum í Lundi og þéttingu byggðar í eldri götum er líka nauðsynlegt er fjölga akstursleiðum úr hverfinu. Nýbýlavegurinn er ekki að anna umferðinni lengur og þetta væri stórvandamál ef t.d. þyrfti að rýma hverfið á stuttum tíma.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information