Gönguleið (eða undir-/yfirgöng) frá Kársnesbraut í Hamraborg

Gönguleið (eða undir-/yfirgöng) frá Kársnesbraut í Hamraborg

Til þess að komast frá gönguleiðum neðan við Kársnesbraut, upp í Hamraborg, þarf annaðhvort að fara upp að Gerðarsafni eða framhjá Bónus og þar upp. Það myndi auðvelda mörgum leiðina, hjólandi eða gangandi, ef hægt væri að fara t.d. í gegnum undirgöng frá gönguleiðum og komast þannig beina leið til og frá Hamraborg. Það má svo auðvitað útfæra hugmyndina betur.

Points

Þetta virðist nú frekar ódýr afgreiðsla á hugmyndinni. Ég fæ ekki séð vitið í því að bæjarstarfsfólk getir bara skilgreint hugmyndir út ef þeim kann að lítast illa á hugmyndina.

Það væri allavega lágmark að skýra nánar af hverju hugmyndin fellur ekki að sakramentinu.

Tek undir þetta. Til að byrja með má almennt aðeins fara yfir göngustíga og gangstéttar í kring um Hamraborgina. Maður upplifir þessar leiðir eins og þær séu endaslepptar og ekki hugsaðar til enda. Maður þarf oft að ganga yfir gras eða hlaupa yfir veg því maður er kominn í einskonar sjálfheldu. Lítið mál þegar veður er gott og skilyrði góð en getur orðið snúið ef maður er með farangur eða vagn og veðrið er vont. Mætti vera aðeins vinalegra.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information