Bæta samnýtingu hjólreiða og gangandi á göngustígum

Bæta samnýtingu hjólreiða og gangandi á göngustígum

Stundum getur skapast hættuástand á göngustígum vegna þess að hjólreiðamenn gleyma sér í hraðreiðum. Það hefur ekki gengið neitt sérlega vel að gangandi vegfarendur séu að útlista fyrir hjólreiðafólki lífsreglurnar. Besta lausnin er að hafa stígana aðskilda en þangað til það er hægt má setja upp leiðbeinandi skilti sem minna hjólreiðafólk á hættuna og óþægindin af hraðreiðum í nánd við gangandi fólk.

Points

Samnýting göngustíga með hjólreiðamönnum er mikilvægt framfaraskref. Hinsvegar eru sumir hlutar göngustíga á þannig stöðum og þess legir að það er freistandi fyrir hjólreiðafólk að taka sprettinn og í hita leiksins er oft brunað framhjá fólki sem er að ganga sér til hugarhægðar, ánægju og heilsubótar. Þetta er ekki bara hættulegt, svona getur skemmt upplifunina fyrir þeim sem eru á göngu. Minna má hjólreiðafólk á að sýna gangandi fólki þá tillitsemi að hægja á sér í námunda við það.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information