Laga göngustíg milli Fagrahjalla og Hlíðarhjalla

Laga göngustíg milli Fagrahjalla og Hlíðarhjalla

Göngustígurinn milli Fagrahjalla og Hlíðarhjalla er mjög illa farinn vegna trjáróta, sérstaklega alveg efst við Hlíðarhjallann þar sem eru 3 tröppur í honum. Þetta gerir hann mjög illa aðgengilegan fyrir t.d. barnavagna, hjól og gangandi smáfólk. Þessi stígur er besta leiðin fyrir gangandi vegfarendur milli Fagra- Furu- og Fífuhjalla annars vegar og Álfhólsskóla/Álfaheiði hins vegar þar sem aðrar leiðir eru lengri og rampar við tröppurnar eru alltof brattir fyrir vagna, kerrur og hjól.

Points

Bættir göngustígar og betri tengingar milli gangstétta við stærri akbrautir og íbúðagötur eru forsenda fyrir því að íbúar geti tileiknað sér bíllausan lífstíl, m.a. við að koma börnum til og frá skóla og leikskóla. Það er heilbrigt fyrir bæði börn og foreldra að fara a.m.k. hluta sinna daglegu ferða fótgangandi og minnkar jafnframt umferð í íbúðahverfum og við skóla og leikskóla.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information