Bætt aðgengi og göngustígar við Elliðavatn

Bætt aðgengi og göngustígar við Elliðavatn

Elliðavatn er náttúruperla í landi Kópavogs sem býður upp á einstaka möguleika til útivistar og hreyfingar. Eins og staðan er í dag er mjög takmarkað aðgengi almennings að vatninu þar sem engir göngustígar eru við vatnið og víð hindra girðingar og aðrar hindranir aðgang að vatninu. Tillagan gengur út á að auðvelda aðgengi að vatninu og lagning göngustíga þannig að sem flestir geti notið þessarar einstöku náttúruperlu sem er í hverfinu.

Points

Með vísun í lög um náttúruvernd 60/2013 gr. 26, þar segir "Óheimilt er að setja niður girðingar á vatns-, ár-eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna." Í landi Kópavogs í Þingum og Hvörfum er aðgengi almennings að Elliðavatni verulega skert með girðingum og öðrum hindrunum. Tillagan fjallar um að greiða aðgengi almennings að Elliðavatni og lagningu göngustíga meðfram vatninu og hvetja þannig til útivistar og hreyfingar. Ódýr og einföld framkvæmd sem bætir lífsgæði íbúa mikið.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information