Undirgöng eða -brú yfir Kársnesbraut. Hugmynd af íbúafundi.

Undirgöng eða -brú yfir Kársnesbraut. Hugmynd af íbúafundi.

Undirgöng eða göngubrú yfir Kársnesbraut við gatnamót Kársnesbrautar og Urðarbrautar. Mikilvægt er að tengja undirgöngin /göngubrúna við göngustíginn sem er við sjóinn. Þannig gætu gangandi/hjólandi vegfarendur beggja vegna Fossvogsmegin (fyrir neðan Kársnesbraut) nýtt leiðina til að komast með öruggum hætti í skóla/sund/fiskbúð o.s.frv. Ekki er forsvaranlegt að senda ung börn yfir gönguljósin þar sem mikil umferð er á Kársnesbraut og er fyrirsjáanlegt að hún muni aukast.

Points

Skiptir einnig máli fyrir þá sem búa ofar í Kársnesi en æfa í HK, ganga eða hjóla meðfram sjó en þurfa að fara yfir Kársnesbraut við Urðarbraut til að komast heim. Mikilvæg að hafa aðskilda hjólastíga við sjó.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information