Göngustígar við Kársnesbraut. Hugmynd af íbúafundi.

Göngustígar við Kársnesbraut. Hugmynd af íbúafundi.

Lagfæra göngustíga / hjólastíga á Kársnesbraut, frá gatnamótum Marbakkabrautar og út að verksmiðjuhverfi út Vesturvör.

Points

Lagfæra göngustíga / hjólastíga á Kársnesbraut, frá gatnamótum Marbakkabrautar og út að verksmiðjuhverfi út Vesturvör.

Ég vil undirstrika þörfina á þessari framkvæmd og fagna tillögu sem Kópavogsbær hefur þegar kynnt. Fyrirséð er aukin umferð í kjölfar nýbbygginga og því mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttari ferðavenjur til að dreifa álagi. Þarna hjóla ég daglega með skrákinn minn í leikskóla. Hjólastígur við skjólvegg býður ekki upp á að vegfarendur mætist eða taki fram úr. Göngustígur við íbúðarhús er því miður ónýtur að ekki er hægt að hjóla hann með góðu móti.

Mikið er ég sammála þessari hugmynd. Það er til skammar hversu erfitt er að ferðast Kársnesbrautina og Vesturvörina í framhaldi. Bæði gangangi og hjólandi. Og að auki er allt of lítið af leiðum til að komast örugglega yfir Kársnesbrautina/Vesturvör þegar innar er komið á nesið. Barnafjöldinn á Kársnesinu er þvílíkur og stanslaust að aukast og þarf því öruggari leiðir til að verðast um.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur en verður skoðuð nánar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information