Körfuboltavöllur við Snælandsskóla eða í Fossvoginum

Körfuboltavöllur við Snælandsskóla eða í Fossvoginum

Ég tel að það megi gera körfubolta talsvert hærra undir höfði sem almenningsíþrótt með því að byggja almennilega körfuboltavelli með mjúku undirlagi, líkt og hefur verið gert fyrir fótboltann lengi vel. Völlurinn gæti t.d verið staðsettur þar sem körfurnar eru í dag við Snælandsskóla. Körfubolti er fín íþrótt þar sem ungir sem aldnir geta komið saman, skotið á körfuna, spjallað saman i rólegheitum, eða tekið leik. Aukum fjölbreytileika í afþreyingu fyrir ungu kynslóðina og ýtum undir heilbrigði

Points

Mikið hefur verið gert fyrir fótboltamenn framtíðarinnar, bæði innanhúss og utan, og er það vel gert. Endurspeglast það að nokkru leyti í árangri Íslands í fótbolta. Hægt er að ýta undir áhuga á öðrum íþróttum með þessu móti og tel ég að almennileg utanhúss aðstaða fyrir körfubolta gæti verið tilvalin. Það gæti einnig verið vettangur til að hittast a kvöldin og eiga góða stund saman og stunda heilbrigt líferni samhliða.

Núverandi aðstaða til að stunda körfubolta fyrir utan Snælandsskóla er afleit. Körfurnar eru skakkar, í þær vantar net og undirlagið er óslétt. Enda leikur sér enginn þarna. Völlur með mjúku undirlagi, eins og við Smáraskóla, væri mikil framför og til þess fallin að laða að sér börn í leik.

Mjög góð hugmynd. Ég setti hana einnig fram í fyrra en fékk ekki brautargengi. Nauðsynlegt að auka fjölbreytni í íþróttum í hverfinu. Síðan má nefna að þar sem Fagrilundur er orðinn Breiðablikssvæði - svona að nafninu til, þá, vonandi, fer Breiðablik að bjóða upp á körfuboltaæfingar þar og þ.a.l.það að fá völl í dalinn, þá styður það hvort annað.

Algerlega sammmála. Góð staðsetning væri líka austar í dalnum t.d. f norðan Kjarrhólmann. Þar er ekkert að gerast f krakka eða unglinga á meðan fótboltavellir, frisbígolf o.fl. er þarna vestan megin

Takk fyrir þetta. Alveg sammàla

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information