Göngustígur/gangstétt við Fögrubrekku vestan Þverbrekku

Göngustígur/gangstétt við Fögrubrekku vestan Þverbrekku

Fagrabrekka vestan Þverbrekku er botnlangi. Þar er Leikskólinn Fagrabrekka og því töluverð umferð. Það vantar gangstétt við götuna til að tryggja örugga gangleið að leikskólanum úr þeirri átt.

Points

Gagnstétt myndi auka öryggi gangandi vegfaranda við götuna, sérstaklega á álagstímum tengdum leikskólanum. Ef augljós og örugg gönguleið er til staðar eru meiri líkur á að fólk komi gangandi í leikskólann sem myndi létta undir með bílastæðavanda skólans.

Slík gangstétt myndi koma í veg fyrir að foreldrar þyrftu að labba langar leiðir með börn sín á veginum. Það er hættulegt að labba á veginum því þar eru bílar.

Það er mikil umferð í götunni vegna leikskólans og nauðsynlegt að hafa gangstéttar. Einnig er mjög þarft að bæta úr bílastæðamálum við leikskólann.

Aðgengi að leikskólanum Fögrubrekku er mjög bagalegt fyrir gangandi vegfarendur og hreinlega hættulegt. Gangstétt myndi laga það mikið.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information