Aðskilja hjóla- og göngustíga

Aðskilja hjóla- og göngustíga

Að Kópavogur klári að aðskilja göngu- og hjólastígana við strandlengjuna. Einn stíg fyrir hjólafólk, annan fyrir gangandi vegfarendur. Núverandi ástand er slysagildra og samræmist ekki stefnu bæjarins um vistvænar samgöngur á nesinu.

Points

Minnkar verulega líkur á slysum á meðal hjólreiðamanna og gangandi vegfaranda.

Það er stórvarasamt að fara út að ganga með barn eða hund hvað þá að ætla að labba með headphones þegar hjólandi umferð kemur á ofurhraða aftan að manni eða framan við hlykkji á stígnum. Nú fara svo margir hjólreiðamenn stíginn jafnvel til og frá vinnu sem er ánægjulegt í sjálfu sér en taka ekki nógu mikið tillit til gangandi umferðar og telja sig eiga einkarétt á þessum stíg. Þetta heyrir undir eðlilegt umferðaröryggi og verður að framkvæma hið fyrsta.

Nauðsynlegt að aðskilja hjóla- og göngustíg frá Hamraborg og að Kópavogi (voginum). Mjög mikil hjólaumferð sem fer þar um bæði frá Garðabæ og Hafnarfirði. Þarna er brekka og hjólin eru oft á mikilli ferð. Gangandi fólk er í stórhættu á göngustígnum.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Mjög nauðsynlegt að mínu mati. Það er svo víða það þröngt að hvorki gangandi né hjólandi geta notað né notið stíganna sem skildi fyrir utan slysahætturnar. Ef þetta er of stór biti fyrir fyrir þessa hugmyndasöfnun í einu, sem mér hefur skilist á bæjaryfirvöldum. Að þá verði teknir út þeir staðir þar sem ástandið er verst og umferð gangandi og hjólandi aðskilin. Svo halda áfram skref fyrir skref uns fullri aðgreiningu er lokið sem er held ég það sem allir vilja.

Sammála þér í þessu máli enda hjólreiðamaður. Finnst t.d. mjög erftitt að hjóla inn með Hvammkotslæknum við Smárann og fer því núna Fífuhvamminn en þar vantar fláa þegar komið er úr göngunum og inn á götuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information