Betri og fleiri bilastæði við leikskólann Fögrubrekku

Betri og fleiri bilastæði við leikskólann Fögrubrekku

Min hugmynd er að færa/fjarlægja fótboltavöllinn a milli lundabrekku og fögrubrekku og nýta það svæði undir bílastæði og hjólastæði áður en einhver slasast.

Points

Mjög fá bilastæði eru við leikskólann Fögrubrekku. Það gerir það að verkum að mikil hætta og óþægindi skapast fyrir börn, foreldra, starfsmenn og nágranna leikskólans. Völlurinn er litið notaður og aðgengi yrði betra fyrir alla að leikskólanum og auðveldara yrði fyrir vegfarendur að komast ferða sinna um hverfið. Þá sérstaklega á veturna.

Alltof lítið af bílastæðum fyrir leikskólann Fögrubrekku, þetta skapar hættu þegar komið er með börnin í leikskólann, sérstaklega á veturna. Fleiri bílastæði bætir aðgengi fyrir foreldra, börnin og starfsmenn leikskólanns og minnkar álag á götunni fyrir íbúa.

Það eru of fá bílastæði við leikskólann Fögrubrekku og fólk er að leggja uppi á gangstétt, sem hindrar umferð og eykur slysahættu. Ástandið á bara eftir að versna þegar nýtt fjölbýlishús á gatnamótum Fögrubrekku og Þverbrekku verður tekið í notkun, þar sem áður voru verslanir. Fótboltavöllurinn er lítið notaður en við hlið hans er leikvöllur sem fengi að halda sér og væri enn til ánægju fyrir börn og íbúa.

Foreldrar og starfsfólk þurfa að leggja bifreiðum sínum í götunni, meðfram húsum þar sem ekki eru merkt bílastæði. Þetta skapar mikla hættu, sérstaklega á vetrum þegar snjór og hálka er. Þar sem nægt pláss er við fótboltavöllinn (sem er lítið sem ekkert nýttur, a.m.k. yfir daginn) þá ætti að vera hægt um vik að bæta við bílastæðum.

Fótboltavöllurinn er lítið sem ekkert notaður og því væri litlu fórnað með þessari framkvæmd.

Nú fara hjólin að snúast og hlutirnir að gerast, því ég trúi ekki öðru en að brugðist verði við þessu vanda á næstunni. Åstandið eins og það er núna er ekki viðunandi (7 bílastæði) og hvað þá heldur þegar vetur gengur í garð og snjóa tekur. Koma svo 👊

Það er mikil þörf á fleiri bílastæðum.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information