Gangbrautir við Hlíðarhjalla

Gangbrautir við Hlíðarhjalla

Það eru margar hraðahindrarnir og þrenging vegar á Hlíðarhjalla, en mjög fáar gangbrautir og fáir staðir til að fara yfir götuna. Tenging af göngustíg yfir á nokkrum stöðum, t.d. við Skálaheiði væri góð.

Points

Engar gangbrautir eru í Hlíðarhjalla í kringum gatnamótin við Skálaheiði og þarf að ganga yfir mið gatnamótin yfir Hlíðarhjallann á þessum stað til að komast yfir götuna, enda heldur engin tenging af göngustíg yfir hraðahindrun á staðnum.

Það hefur verið ekið á dýr oftar en einu sinni fyrir framan fjölbýlishúsin við Hlíðarhjalla og almennt er erfitt að fara þarna yfir, auk þess sem umferðin er of hröð þrátt fyrir hraðahindranir.

Einnig skortir víða tengingu með gangstétt báðum megin við Hlíðarhjallann, t.d. við gangbraut og tröppur nálægt Skálaheiði er engin gangstétt neðan við Hlíðarhjallan, óþægilegt fyrir þá sem vilja ganga milli botnlanganna neðst í suðurhlíðunum og t.d. í Álfhólsskóla.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information