Lækka hraða á Borgarholtsbraut

Lækka hraða á Borgarholtsbraut

Það þarf að draga umferðarhraða mun meira niður á Borgarholtsbraut, amk frá #58 að #70. Gott ráð að setja hraðahindrum niður móts við, td. #62 eða #64. Mjög mikill umferðarhraði er þarna, m.a. töluvert um framúrakstur. Mikilvægt að tryggja enn frekar öryggi þeirra sem fara þarna um. Þessa leið gengur mikill fjöldi barna á leið til skóla - og milli skóla og íþróttahúss.

Points

Mikill umferðarhraði er þarna, m.a. töluvert um framúrakstur. Mikilvægt að tryggja enn frekar öryggi þeirra sem fara þar um. Þessa leið gengur mikill fjöldi barna á leið til skóla.

Það er ein hraðahindrun á milli 68 og 70. Hér þarf að fara í aðrar aðgerðir en að bæta við bungum. Setja frekar "svegju" á götuna þar sem löglegur hraði væri auðveldur en hraðakstur erfiður. Þetta væri einnig kostur til að minka umferð stærri bíla um götuna.

Hraðinn þarna er of mikill, ef maður 30km/klst er nánast undantekningarlaust komin halarófa af óþolinmóðum bílstjórum á eftir manni. Fjöldi barna gengur þarna á leið í skólann.

Nú þegar er 30km hámarkshraði frá Urðarbraut og vestur úr. Það þarf að framfylgja því. Það eru alltof margar skellinörður og fleiri í hraðaakstri á Borgarholtsbrautinni.

Algerlega sammàla. Kom líka með þessa athugasemd inn à þennan vef í fyrra en èg verð mjög oft vitni að hraðakstri sér í lagi austan við umferðaljósin við beygjuna að Skólagerði. Mjög mikilvægt að takmarka hraðann àður en skaðinn er skeður. Ekki síst í ljósi þess að þarna fara skólabörn um à hverjum degi.

Því miður er allt of algengt að sjá ökumenn taka framúr á þessum kafla og þá sérstaklega vegna þess að hraðahindrunin við hús númer 58 gerir lítið gagn og hægir varla á bílum. Til að kóróna alvarleikann með hraða hér var ekið á barn í vikunni sem var að koma sér yfir götuna. Lög segja að hraðinn skuli vera 30 og finnst mér nauðsynlegt að bærinn leggi sig fram við að tryggja öryggi íbúa þess.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information