Miðlægt eldhús til þjónustu fyrir grunnskóla bæjarins

Miðlægt eldhús til þjónustu fyrir grunnskóla bæjarins

Eldhús sem staðsett væri í Kópavogi, með kokka og aðstoðarmenn á launum hjá bænum. Eldað væri á staðnum úr góðu hráefni og sent í skólana í hádeginu.

Points

Þar sem það hefur sýnt sig og sannað að bæjaryfirvöld hafa verið mjög treg við að leggja fjármagn í stækkun eldhúsa í grunnskólum bæjarins, mætti leysa vandamálið með einu stóru miðlægu eldhúsi til að þjónusta þá skóla sem ekki hafa sitt eigið eldhús. Ekkert er mikilvægara en að fjárfesta í heilsu barnanna okkar og ætti aldrei að bjóða þeim upp á fæðu sem elduð er með hagnaðarsjónarmið að baki.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information