Hjólastíg í Kópavogsdal

Hjólastíg í Kópavogsdal

Mikil umferð gangandi og hjólandi í Kópavogsdal er þegar hættuleg báðum hópum. Eðlilegast er að aðgreina hjólandi og gangandi þegar umferð er orðin þetta mikil. Þetta hefur eðlilega verið þegar gert í Fossvogsdal og nú er það löngu orðið tímabært að fara í svipaða framkvæmd í Kópavogsdal. Framkvæmdin er að 50% hluta fjármögnuð úr Vegaáætlun því þar eru þegar samþykktir um þátttöku í kostnaði sveitarfélaga við hjólastíga sem hluta af samgönguáætlun. Við Fífuhvamm má leggja stíg við götuna.

Points

Umferð gangandi og hjólandi mikil og fer ekki saman á þröngum stígum.

Ég held að það eigi ekki að setja stíg eða sér hjóla akrein við Fífuhvamminn. Þeir sem eru að hjóla eru oft á yfir 30 km hraða en hámarkshraði bíla í götunni er 30. Nýbúið er að setja hraðahindrun í götuna til að lækka hraðann. Það væri ekki nema ef stígurinn væri settur sunnan við götuna og bílstæðin en þar er nú ekki mjög mikið pláss. Betra væri að halda stígnum bara í dalnum.

Ég er sammála því að það þurfi að betrumbæta þessa góðu göngu og hjólaleið. Ég fer oft á línuskauta og það er alveg vonlaust að skauta þennan kafla því hann er svo illa farinn. Ég notast frekar við hjólastíginn í Fossvogsdalnum, en væri frekar til að skauta í Kópavogsdal.

Ég hef oftar en einu sinni verið næstum hjóluð niður af hjólreiðamönnum á miklum hraða í Kópavogsdal. Ég hef verið með lítið barn og hund á göngu og upplifi það að við séum ekki örugg. Lítil börn hafa lent í slysum á höfuðborgarsvæðinu þar sem hjólreiðafólk hefur hjólað á þau. Sér hjólreiðastígur væri mikil samgöngubót.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information