Uppfæra leiksvæði við Smáraskóla. Hugmynd af íbúafundi.

Uppfæra leiksvæði við Smáraskóla. Hugmynd af íbúafundi.

Leiktæki við Smáraskóla eru af skornum skammti. Fá leiktæki miðað við fjölda nemenda. Setja mætti upp ný leiktæki fyrir framan skólann, t.d. kastala og önnur leiktæki, snúningstæki.

Points

Leiktæki við Smáraskóla eru af skornum skammti. Fá leiktæki miðað við fjölda nemenda. Setja mætti upp ný leiktæki fyrir framan skólann, t.d. kastala og önnur leiktæki, snúningstæki.

Leiktæki yngstu barnanna eru ætluð stærri börnum og nýtast þeim yngstu því illa.

Já alveg sammála þessu ! Of fá eða skrýtin leiktæki eru núna á skokslóðunni fyrir yngri krakka skólans ..mætti koma með tæki sem yngstu krakkarnir geta leikið sér í

Hvað með "Skemmtilegri skólalóðir" verkefnið? Á það ekki að koma með fjármagnið?

Smáraskóli er ekki framarlega í röðinni í verkefninu Betri/skemmtilegri skólalóðir og fjármagnið sem skólinn fær úr því verkefni þegar þar að kemur er ekki næganlegt til að gera eins miklar breytingar og þarf á lóðinni. Myndi klárlega vilja sjá góða upphæð úr þessu verkefni renna í uppbyggingu á skólalóðinni.

Nánast engin leiktæki á lóðinni og því mjög mikilvægt að Smáraskólalóðin verði tekin algjörlega í gegn. Körfuboltavöllurinn er flottur en það má bæta ansi margt annað á lóðinni. Það þarf að flytja battavöllinn nær skólanum, setja nýtt undirlag á skólalóð ásamt fjölda skemmtilegra leiktækja. Hægt að horfa til annarra skólalóða hvað þetta varðar, samanber Salaskóli og Hólabrekkuskóli í Rvk.

Lóðin við Smáraskóla er orðin mjög þreytt. Lóðin er stór og gefur mikinn sveiganleika að að skapa fjölbreytta flóru að leiktækjum og svæðum fyrir afþreyingu, skapandi leiki og afþreyingu. Styð hugmynd um hjólabraut sem megar heyfur komið fram. Stór tré eru við "steinasvæðið" þau standa i hæð og er enginn jarðvegur lengur yfir rótunum og hald fyrir þessi stóru tré fer minnkandi og þvi fer að skapast hætta af þessu.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Smáranum. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information