Hjólastígar með vetrarþjónustu

Hjólastígar með vetrarþjónustu

Legg til að áhersla verði lögð á að leggja hjólastíga í hverfinu með tenginu við nærliggjandi sveitarfélög og hverfi eins. Víðidal, Garðabæ, Kóra- og Salahverfi svo dæmi séu nefnd. Fullgild vetrarþjónustu þarf að fylgja, hún auðveldar og hvetur til samgönguhjólreiða allt árið um kring.

Points

Mikið af hjólafólki býr í hverfinu og vildi geta hjólað til vinnu allt árið. Þetta er umhverfisvænn kostur og í takt við það umhverfi sem íbúar hverfisins kjósa að búa í.

Það græða allir á því að hjólasamgöngur séu bættar. Hraustari íslendingar, umhverfisvænn kostur og minni umferð fyrir þá sem kjósa að keyra!

Hjólreiðar eru góður og umhverfisvænn kostur, allt árið. Hörmulegt að vera vel búinn, með nagladekk, ljós og öryggisbúnað en komast ekki út úr Kópavogi yfir á rudda stíga í Reykjavík!!

Stígar eru um allt en of víða vantar fláa til að auðvelda hjólastólafólki, foreldrum með kerrur og vagna, að ógleymdu fólkinu á reiðhjólunum, að komast leiðar sinnar.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information