Endurheimt Kópavogslækjar

Endurheimt Kópavogslækjar

Verkefnið felst í því að endurheimta vatnsgæði í Kópavogsdal og tryggja að dalurinn verði áfram útivistarparadís. Kópavogslækurinn er greinilega mjög mengaður og það þarf að greina og hrinda í framkvæmd aðgerðum til að bæta ástandið. Sjálfur geng ég um svæðið og verð var við að lækurinn litast af mengun. Væntanlega þarf að greina hvort frárennslislagnir eru rétt tengdar á svæðinu.

Points

Vísa hér til Kópavogsbæjar og vöktunar yfirborðsvatns vegna útivistar og verndunar náttúrulegra gæða. http://heilbrigdiseftirlit.is/sites/default/files/skyrsla_nidurstada_syna_ur_kopavogslaek_og_fossvogslaek_agust_2017.pdf . Að mínu viti er þetta eitt af brýnustu umhverfismálum sem við er að eiga. Sjálfur geng ég daglega um svæðið og sé hve mengaður lækurinn er. Hef áhyggjur af því að ímynd Kópavogsdals sem útivistarsvæðis beri hnekki. Einnig hef ég áhyggjur af börnum og húsdýrum í vegna þessa.

Sammála það þarf að hreinsa lækinn. Mikið rusl fýkur frá Sorpu yfir í hann. Einnig er brúin fyrir neðan skátaheimilið að hruni komin.

Þetta er dýrmætt útivistarsvæði en mengun í læknum er greinileg og getur orðið til þess að ekki verði lengur hægt að nýta það til að kenna börnum að rannsaka náttúruna.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information