Hjólastíg í Kópavogsdal

Hjólastíg í Kópavogsdal

Mikil umferð gangandi og hjólandi í Kópavogsdal er þegar hættuleg báðum hópum. Eðlilegast er að aðgreina hjólandi og gangandi þegar umferð er orðin þetta mikil. Þetta hefur eðlilega verið þegar gert í Fossvogsdal og nú er það löngu orðið tímabært að fara í svipaða framkvæmd í Kópavogsdal. Framkvæmdin er að 50% hluta fjármögnuð úr Vegaáætlun því þar eru þegar samþykktir um þátttöku í kostnaði sveitarfélaga við hjólastíga sem hluta af samgönguáætlun.

Points

Mikil umferð gangandi og hjólandi um Kópavogsdal

Með gerð hjólastígs í götunni í Fífuhvammi má minka hraða umferðar í götunni og færa hjólaumferð frá göngustígnum við lækinn og tjörnina. Gatan er breið og þolir vel þrengingu sem fylgir því að gera hjólastíg í götunni. Auðvelt er að tengja hjólabraut við áframhaldandi stíga í Kópavogsdal bæði til austurs og vesturs.

Bæta tengingu hjólandi vegfarenda frá austari og efri byggðum Kópavogs við stíga meðfram ströndinni og yfir gjána

Það þarf að bæta umferð hjólandi í gegnum Kópavogsdalin en einnig gegnum Smáralindarsvæðið. Núverandi gangstéttar eru líka að verða mjög ósléttar.

Mjög mikil umferð bæði fótgangandi og hjólandi. Þarf líka tengingu við Smáralind.

Það væri frábært ef þessi stígur mundi síðan liggja áfram suður með Hafnarfjarðarveginum austan-megin. Þá værgi maður laus við vegrykið þegar austanáttin er að þengja sig, sem er næstum alltaf.

Stórt LIKE á þetta! Hef oft lent í hættulegum aðstæðum þarna sem gangandi vegfarandi með börn þegar hópar keppnishjólreiðamanna á miklum hraða nota göngustíginn.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information