Fjölskyldustund í íþróttamannvirkjum Kópavogs, kostar lítið

Fjölskyldustund í íþróttamannvirkjum Kópavogs, kostar lítið

ég legg til að við opnum dyr íþróttamannvirkja kópavogsbæjar fyrir eigendunum (okkur) og fólki gefirst tækifæri til að eiga gæðastund þar með fjölskyldunni einu sinni í viku. Þetta hefur verið gert með mjög góðum árangri í mosfellsbæ, sjá bls 14 hér http://docs.wixstatic.com/ugd/15590d_82b01df7097944c0beb08961652a6dbb.pdf . Hugmyndin er að opna t.d. fimleikahús Gerplu, sundlaugarnar, kórinn og svo framv, einu sinni í viku í 1-2 tíma og gefa fjölskyldum færi á að leika þar saman án kostnaðar

Points

Þessi hugmynd gefur efnaminni foreldrum færi á að eiga gæðastund með börnum sínum án mikils tilkostnaðar. Þessar fjölskyldustundir hafa skapað tækifæri fyrir íþróttafélögin í bænum til að kynna starfsemi sína. Sumir þeirra sem mæta í tímana hafa jafnvel sjaldan stigið fæti inn í íþróttamiðstöðvar. Þar opnast augu þeirra enda ljóst hvaða möguleikar eru í boði í miðstöðvunum. Verkefni ætti að hjálpa Kópavogi að verða fremsta Lýðheilsubæjarfélag á Íslandi. Það verður áhugaverðara að búa í kópavogi

Fjölskyldan öll saman að leika sér, hressir, bætir og kætir.

Krakkarnir fá tækifæri til að prófa íþróttir sem þau annars hefðu ekki prófað og fjölskyldur í hverfinu kynnast betur!

Frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að leika sér saman.

Góð hugmynd, komum þessu í framkvæmd :-)

Þetta er frábær hugmynd. Þekki þetta frá smábæ sem ég bjó í í Danmörku þar sem var svokallaður föstudagsklúbbur 1 sinni í mánuði. Þá var íþróttahúsið fengið til afnota og boðið upp á alls kyns afþreyingu fyrir börnin (eitthvað fyrir alla - ekki bara íþróttir). Foreldrar voru þarna og hèldu utan um allt í sjálfboðastarfi og áttu gæðastund með eigin börnum og annarra í félagsskap annarra foreldra

Af hverju ekki?

Frábær hugmynd, fleiri gæðastundir fjölskyldunnar

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information