Sameining við Reykjavík

Sameining við Reykjavík

Sameinum Vatnsenda, og Kópavog allan, við Reykjavík með miklum sparnaði og skilvirkari stjórnsýslu. Í framhaldinu getum við sameinað öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Myndum eitt öflugt og vel rekið sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem við getum öll verið stolt af. Tökum skrefið núna.

Points

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sinna öll sömu verkefnum en í sex mismunandi eintökum. Þannig eru 5 bæjarstjórar og 1 borgarstjóri yfir þeim. Bæjarstjórinn í Kópavogi með rúmlega 26,4 milljónir í árslaun. Hinir 4 bæjarstjórarnir, auk borgarstjóra eru með svipuð laun. Bara við að sameina þessar stöður mundu sparast um 130 milljónir á ári. Þá eru ótaldar stöður bæjar- og borgarfulltrúa auk nefndarmanna í öllum þeim fjölda af nefndum og ráðum sveitarfélagana. Af hverju sex þegar eitt dugar?

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information