Eftirlitsvélar við valin gatnamót

Eftirlitsvélar við valin gatnamót

Líkt og bæjarfélögin Hveragerði og Seltjarnarnes hafa gert nú þegar þá vil ég leggja til að bærinn hlutist til og setji upp eftirlitsmyndavélar á valin gatnamót.

Points

Ekki þarf margar vélar til að mörg þúsund íbúar njóti þeirrar forvarnar sem slíkar vélar veita. Reynslan sýnir í fyrrgreindum bæjarfélögum að innbrotum fækkaði stórum auk þess sem slíkar vélar eru einnig möguleg forvörn gegn fullorðnum aðilum sem ætla sér ekki góða hluti gagnvart börnum. Eingöngu lögreglan hefur aðgang að vélunum.

Það er búið að vera mikið um að aðilar reyna að fara inn í bíla á nóttinni, gæti hjálpað til að koma í veg fyrir það

Töluvert um innbrot í bíla einkum að næturlægi hér í Lindarhverfinu. Öryggi íbúa er ógnað, því mikilvægt að komið sé upp öryggismyndavélum.

Það að fá óboðna gesti inn í báða heimilisbílana með nokkurra mánaða millibili, gramsa í gegnum allar hyrslur í leit að verðmætum er óþægileg reynnsla. Öryggismyndavélar myndu vonandi fæla frá en það hefur verið óþolandi mikið um innbrot í bíla bara í Lindahverfi og það þarf að laga.

Mikilvægt að vakta hverfin vegna þessa faraldurs sem innbrot virðast vera. Styð vöktun með videovélum heilshugar. Með von um að það fæli viðkomandi frá og hafi forvarnargildi.

Reynslan hefur sýnt að þetta virkar vel.

Veitir ekki af alltaf verið að fara inní bíla í hverfinu

Mikið verið að fara í bíla hér í hverfinu.

Mjög grunsamlegar mannaferðir í Þrúðsölum sl. mánudag 22. janúar 2018 og farið inn í bíla í nótt, 24. janúar og stolið úr þeim. Hverfið er ansi út úr ef svo má að orði komast og væri ansi gott ef eftirlitsmyndavélar væru á völdum stöðum.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Linda- og Salahverfi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information