Hjólreiðapumpur við alla grunnskóla

Hjólreiðapumpur við alla grunnskóla

Með það að markmiði að ýta undir virkan samgöngumáta skólabarna legg ég til að þau hafi aðgengi að hjólreiðapumpu í sínum skóla, helst þrýstilofts pumpu ásamt þrýstingsmæli. Slík aðgerð er afar ódýr í framkvæmd en um leið greiðir hún úr stórum hindrunum fyrir börn og foreldra þeirra að hjóla. Brýnt er að grunnskólar setji sér stefnu til að kortleggja aðgerðir til að efla virkan ferðamáta og mætti byggja ofan á þessa hugmynd þegar kemur að því að bæta aðstöðu hjólreiðamanna.

Points

Þegar börn eiga hjól er ein helsta hindrun fyrir því að hjóla oft tengd viðhaldi hjólsins. Með því að veita greitt aðgengi að hjólapumpu í nærumhverfi barna er stuðlað að bættu viðhaldi en einnig læra börnin sjálf að fylgjast með ástandi dekkja og bregðast við á sjálfstæðan hátt. Með því að setja upp litla aðstöðu fyrir hjólreiðapumpu á skólalóðum í Kópavogi má á afar ódýran og áhrifaríkan hátt styðja við virkan samgöngumáta skólabarna. Starfsmenn og foreldrar gætu einnig haft mikinn hag af.

Já krakkarnir eru í vandræðum með þetta eftir að Biðskýlið hætti með loftpressuna.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information