Sparkvöllur á opið svæði í Salahverfi. Hugmynd af íbúafundi

Sparkvöllur á opið svæði í Salahverfi. Hugmynd af íbúafundi

Sparkvöllur (battavöllur). Opinn. Á milli Hlynsala, Lómasala og Straumsala.

Points

Þarna eru börn nánast alla daga að æfa sig í fótbolta og einni aðili smíðaði þessi fótboltamörk fyrir nokkrum árum og tel ég að þarna væri hægt að gera betur. Mætti vera opinn upp í brekkuna svo að á veturna væri hægt að renna sér áfram á snjósleðum í brekkunni.

Samkvæmt mynd er völlurinn alveg upp við íbúðahús í Straumsölum. Það er saklaust þegar ungir krakkar eru þarna á grasinu yfir sumarið. Að mínu mati á sparkvöllur ekki heima í miðju íbúðahverfi upp við svefnherbergisglugga húsa.

Svona sparkvöllur á ekki heima á þessu svæði einmitt vegna þess sem Elmar segir hér fyrir neðan. Hávaðamengun af svona sparkvelli sérstaklega á kvöldin er bara einfaldlega ekki við hæfið rétt hjá íbúðarhúsi.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information