Steypt hjólabrettaskál á Rútstún!!!

Steypt hjólabrettaskál á Rútstún!!!

Hjólabretta skál (e: skate bowl) er steypt hringlaga hjólabrettaaðstaða sem leyfir iðkenndum hinna ýmissa íþróttagreina að leika listir sínar. Steyptar hjólabrettaskálar eru ekki dýrar í framkvæmd en endast lengi og veita því mörgum ánægju. Auk hjólabretta koma þar saman línuskautar, hjólastólar, BMX hjól og hlaupahjól.

Points

Engin rök nauðsynleg...þetta hefði átt að vera gert fyrir löngu

Þetta virðist vera lítið mál um gjörvalla evrópu, kominn tími á upgrade og hugsun fyrir okkur sem búum á Íslandi, frábær hugmynd!

Mjög flott hugmynd en Rútstún hentar engan vegin í þetta. Það væri frekar að setja upp stórt svona svæði í Elliðarárdalnum einhversstaðar

Sammála. Það vantar alveg uti svæði fyrir unglingana i vesturbænum. Engin hjolabrettaaðstaða neins staðar nalægt.

Þetta á eftir að taka of mikið pláss á annars litlu svæði, er örugglega hægt að finna betra svæði fyrir hjólabretta skál annarsstaðar í kópavogi

geðveik hugmynd reykjavikurborg er að skita a sig með að hjalpa okkur.Marteinn brimi hahaha shit hvað þetta var bara versta djok sem eg hef hert mesta skitan

vil ekki fá þetta á Rútstún tekur of mikið pláss sem bitnar á öðrum útihátíðum sem er haldnar þar

Þetta hentar engan veginn fyrir rútstún og þessi umrædda skál er bara slys að bíða eftir að gerast og verður eflaust ekki mikið notað og bara sóun á tíma og peningum.

Alla leið málið !! Jafn vel að hafa lika sma steipt plan með td 5 tröppum oh höbbz baðu meigin !!! Þa erum við goðiiir 😍😍😍

Þetta er virkilega frábært og er löngu orðið tímabært! Svona skálar eru víða um heim og ekki kvartar fólk þar ;) Látum þetta gerast og höfum gaman af!

Bara nauðsýnlegt fyrir íþrottaiðkenndur í xtreme sporti að fá uppfærða aðstöðu sem hefur verið lítil hingað til eða fjármögnuð af örfáum einstaklingum sem hafa svo unnið hörðum höndum sjálfboðastarf til að halda aðstöðunni gangandi.

Er sammála hjólabretta aðstöðu en ekki á Rútstúni. Þetta er besti staðurinn í Kópavogi held ég til að halda útisamkomur eins og á 17. júni sem dæmi, og á 17. júní koma það margir að túnið varla dugir lengur. Því tæki þetta allt of mikið pláss.

Fyrir þá sem eru á móti þessu, þetta minnkar hjólabretta umferð á algengum stöðum einsog í hamraborg.

Löngu tímabært að gera eitthvað fyrir þennann hóp. Framlag Kúkú tekur svo af allann vafa!

Þetta er virkilega flott hugmynd! Það hefur aldrei verið steypt Bowl hér á landi, og er klárlega komin tími til enda allt morandi í þessu í Skandinavíu. Barðist sjálfur fyrir BMX/Hjólabretta aðstöðu í 7 ár í mínum heimabæ fyrir nánast blindum augum bæjarstarfsmanna um þessi málefni. Að lokum fóru þó viðræður að þróast í rétta átt, og fékk að velja og hanna BMX/Hjólabrettasvæði sem ég er mjög þakklátur fyrir. Á hverjum degi sé ég krakka og unglinga að æfa sig þarna, sátta með flotta aðstöðu!

Ekki taka Rútstúnið undir leikvelli halda því fyrir alla aldurshópa . Flottur staður bak við Gerðarsafn þar eru leiktæki og og alveg hægt að bæta við hjólabrettagarði/skál eða nálægt Smáranum það er meira miðsvæðis fyrir gamla Kópavogskjarnann og svo annan garð td, nálægt Kórahverfinu sem væri kannski stærri .

Hér á öðrum stað er sú hugmynd að auka leiktæki á bak við menningarhúsin. Þar er nokkuð stórt skjólsælt svæði sem lítið er nýtt. Ef sú hugmynd næði fram að ganga fyndist mér að þessi hugmynd hér sem ég er ekki mótfallin í sjálfu sér heldur staðsetningunni ætti heldur að vera þar ásamt fleiri afþreingarmöguleikum fyrir börn og unglinga. Ekki myndi spilla nálægð við félagsmiðstöðina Molan held ég. Hér er tengill á þessa hugmynd sem ég nefni: https://okkar-kopavogur.betraisland.is/post/14257

Eitthvað sem ætti vel heima í 200 kóp. Hvet yfirvöld til að gera eitthvað í þessum málum og vísa til skólalóðar í Árósum þar sem tekist hefur vel til. http://www.sj.dk/det-taler-vi-om/skatepark-aarhus/ Annar möguleiki á staðsetningu væri við nýlegt bílastæði á bak við Salinn. Truflar engann og greiðar samgöngur.

Góð hugmynd en kannski Kópavogstún sé betri staðsetning, þá má byggja mun meira í kringum þessa hugmynd.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Vill ekki sjá svona á rútstúni, Það er leikskóli þarna við hliðina sem krakkar koma frá og leika sér oft. Sé bara fram á að börn slasist í þessu sem hafa ekki aldur í kringum þetta. Finna betri stað fyrir þetta en rútstún, er ekki vitlaus hugmynd en alls ekki rétt staðsetning.

Hugmynd um brautir fyrir bretti hafa komið fram áður en annar staður ætti að koma til greina en það er Listatún á Kársnesi þar sem engin aðstaða er til neins. Listaún er túnið neðan við Stelluróló og er aðkoma frá Borgarholtsbraut ( þar sem Kársneskjör var ) og um gangstíg frá Hlégerði.

Nú eru öll börn á kársnesi sem ganga í Grunnskóla í skólanum við Kópavogsbraut . Ekki bíða eftir slysi . verður að lækka hraðan í 30 . og setja upp hraðamyndavélar í stað hraðahindranna .

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information