Kópavogstún, Trjálundur og Gamli Kópavogsbærinn

Kópavogstún, Trjálundur og Gamli Kópavogsbærinn

Ganga frá lóðamörkum við Kópavogstún 12 og meðfram götu að gamla Kópavogsbænum. Grisja trjálund ( mörg trè ónýt og brotin )og færa eldstæði sem er í trjálundinum frá íbúðabyggð ( þar safnast oft unglingar saman og leika sèr með eld ). Gera upp gamla Kópavogsbæinn og nýta hann í einhverja uppbyggilega starfsemi t.d. Menningar og lista.

Points

Þar sem þetta er friðlýst svæði hjá Kópavogsbæ ætti bærinn að hafa þetta til sóma og halda þessu við.

Eldstæðið er samt hluti af Ævintýraskógi sem er þessi trjálundur. Lundurinn og eldstæðið var þarna á undan blokkinni sem er þarna alveg ofaní. Ágætt að benda á það.

Hvað varðar Kópavogsbæin held ég að það ætti að aftengja hann hugmyndum um trjálundin og skoða sérstaklega hann sérstaklega. Ég er mjög hlintur því að hann sé gerður upp og nýttur á einhvern hátt óteingt trjálundinum.

Ævintýraskógurinn er mjög vinsæll meðal skólabarna og mikið nýttur til útikennslu. Því er ástæða til að halda honum vel við.

Hvað varðar gamla bæinn sá ég hér á öðrum stað þá hugmynd að breyta honum aftur í býli með dýrahaldi. Ekkert verri hugmynd en hver önnur og hægt að nýta í kennslu sem væri ekki svo vitlaust núna þegar malarbörnin hafa svo mörg mist allt samband við sveitina. Sveit í miðri byggð? Ekki bara „geymsla í búrum“ eins og Húsdýragarðurinn er? Veit samt ekki hvort Heilbrigðisyfirvöld myndu samþykkja það en mér lýst samt vel á hugmyndina. Sérstaklega í kennsluskini.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information