Stígur niður Digranesveg

Stígur niður Digranesveg

Þetta er vinsæl tenging gegnum Kópavog og niður í Smára. Leiðin upp er klúðursleg fyrir hjól en að hjóla suður eftir er ekki hægt nema á götunni. Það vantar stíg fyrir kaflan í miðjunni og hann er forarsvað í rigningu og á veturna (hef dottið þarna þegar ég treysti mér ekki út á götu í slabbi). Gott væri að hafa göngustíg alla leið eða þá taka skrefið til fulls og gera hjólastig. Þetta gæti orðið vinsæl tenging gegnum Kópavog fyrir þá sem hjóla í vinnuna. Þá þyrfti að skoða tengingu við Fossvog.

Points

Þetta er vinsæl leið gegnum Kópavog samkvæmt Strava http://labs.strava.com/heatmap/#15/-21.88039/64.10635/blue/bike

Hættulegur kafli fyrir gangandi og hjólandi. Augljóslega vinsæl leið samkvæmt strava og áganginum á grasinu.

Þetta er mjög vinsæl gönguleið upp úr Smárum í Hamraborg.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Digranesi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information