Lagfæra þarf lóð leikskólans Núps við Núpalind - slysagildra

Lagfæra þarf lóð leikskólans Núps við Núpalind - slysagildra

Langmestur hluti af lóð leikskólans Núps við Núpalind er í brekku og á veturna leggst klaki yfir og lóðin verður stórhættuleg. Þetta verður svo slæmt yfir vetrartímann að stundum komast börnin ekki út að leika marga daga í röð vegna slysahættu. Einnig nýtist stór partur af lóðinni illa vegna brekkunnar. Hægt væri að setja fleiri leiktæki, áhorfendapalla og setja þyrfti mjúkan jarðveg undir einhver leiktæki, sérstaklega á leiksvæði yngri barna.

Points

MLangmestur hluti af lóð leikskólans Núps við Núpalind er í brekku og á veturna leggst klaki yfir allt og lóðin verður stórhættuleg fyrir krakkana þar sem hún er öll niður í mót. Það væri hægt að nýta lóðina mikið betur ef hún væri skipulögð betur, bætt við jarðvegi, stölluð, sett betra undirlag, sérstaklega á útisvæði fyrir yngstu börnin og hæglega mætti bæta við fleiri leiktækjum.

Öryggi barna og möguleikar á útileik í fyrirrúmi. Lóðin nýtist einstaklega illa vegna þessa.

Mikil hálka myndast í brekkum á leikskólalóðinni og koma þeir dagar á veturna sem ekki er hægt að senda börn út að leika vegna sysahættu í brekkunum. Jafnvel væri hægt að setja upp áhorfendapalla í brekkunni svipað og er á leikskólalóð hjá leikskólanum Dal. Eða útbúa hentugra leiksvæði.

Frábært starf unnið á þessum leikskóla af miklum metnaði, það er ekki orðum aukið að lóðin er hættuleg börnum á veturna og úrbóta er stórlega þörf.

Góð lóð sem er til vandræða en með þarna er tækifæri til að gera virkilega góðann leikskóla ennþá betri. Ég legg til að í brekkunni verði byggt lítið kúlu-gróðurhús með fiskum sem gæti ræktað ávexti og grænmeti fyrir börnin/skólann. Fiskarnir búa til áburð fyrir plöntunar. Sjá nánar um hugmynd á www.fiskaland.is en hérna yrði þetta bara mikið smærra í sniðum. Krakkarnir gætu tekið þátt í og lært um ræktun matvæla frá leikskólaaldri og stuðlar að aukinni sjálfbærni þjóðar.

Frábær leikskóli sem báðar dætur mínar dvöldu á og stigu sín fyrstu skref útí lífið. Mjög þarft verkefni að laga lóðina sérstaklega þessa varhugaverðu brekku. Hægt væri að stalla hana setja gúmmí undirlag og skemmtileg leiktæki. Er frekar hissa að sjá að lóðin er enn eins og hún var fyrir 10 árum ? Að lagfæra lóðina ætti að vera forgangsatriði og ekki ætti að þurfa koma til átaks eða hugmynda um það. Kópavogsbær ætti að einhenda sér í þetta hið fyrsta.

Strákinn minn fer vonandi á Núp á næsta ári, og hver vill ekki það besta fyrir börnin sin? Leyfum börnin að geta fara út á hverju einasta degi!

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Linda- og Salahverfi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information