Kveikja ljós í undirgögnum við Hafnarfjarðarveg fyrr

Kveikja ljós í undirgögnum við Hafnarfjarðarveg fyrr

Núverandi kerfi fer í gang þegar ljósastaurar fara í gang. Hinnsvegar er mun dimmara inni í undirgöngunum en úti og því þyrfti að kveikja á ljósum fyrr en á ljósastaurum.

Points

Í núverandi ástandi getur fólk átt í erfiðleikum með að sjá hjólandi vegfarendur, sem geta verið á mikilli ferð, í tæka tíð. Slíkt gæti orsakað slys á hjólandi eða gangandi vegfarendum. Með bættri lýsingu mætti þar með minnka slysahættu í undirgöngunum.

Einnig er vert að benda á að hjólreiðafólk sér líka illa til gangandi :) það þarf betri lýsingu í öll undirgöng í Kópavogi að mínu mati.

Þessi hugmynd er á verkáætlun hjá Kópavogsbæ og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information