Uppfæra leiksvæði við Smáraskóla

Uppfæra leiksvæði við Smáraskóla

Leiktæki á skólalóð Smáraskóla eru af skornum skammti. Leikgrind sem þar er í dag er nokkuð há og hentar illa fyrir yngstu börnin. Það má skipuleggja leiksvæðið betur við Smáraskóla og setja þar upp fleiri leiktæki fyrir nemendur skólans. T.d. kastala og önnur leiktæki, sem henta fyrir allan aldur.

Points

Leiktæki á skólalóð Smáraskóla eru af skornum skammti. Leikgrind sem þar er í dag er nokkuð há og hentar illa fyrir yngstu börnin. Það má skipuleggja leiksvæðið betur við Smáraskóla og það vantar að setja þar upp fleiri leiktæki fyrir bæði yngri og eldri nemendur skólans.

Sammála. Skólalóðin við Salaskóla er orðin til fyrirmyndar. Mestu máli skiptir að aðgengi að skóla og leiksvæðum sé öruggt og leiksvæið fyrir börnin sé eftirsóknarverð.

Eins fylgjandi og ég er með því að uppfæra skólalóðina þá ætti sá peningur að koma úr "Betri skólalóðir" verkefninu sem hefur þegar uppfært skólalóðir í nokkrum skólum í Kópavogi, þar á meðal við ónýtan Kársnesskóla. Ég er hjartanlega sammála tillögunni en hún sækir fé í vitlausa skúffu að mínu mati.

Finnst að það þurfi að bæta leiksvæði fyrir börnin, t.d. bæta við skólahreysti braut. En er samt óssammála að þessi leikgrind sé ekki fyrir yngstu börnin, mikið notuð af mínu barni í 1.bekk seinasta vetur.

Sammála að það þurfi að bæta skólalóðina. Til dæmis að setja upp svipaðan kastala og var settur í Salaskóla.

Aðstaðan er ekki sambærileg öðrum skólum, fá leiktæki sem hennta ekki yngstu nemendum. Það vantar mikið uppá, sbr. Salaskóli sem er komin með mjög flott leiktæki.

Er algjörlega sammála og að mínu mati á skólalóðin að fá bæði fjármagn úr þessu verkefni OG verkefninu 'Betri/Skemmtilegri skólalóðir' rétt eins og Salaskóli hefur fengið. Peningar hrökkva skammt ef vel á að vera og því þarf fjármagnið að koma úr fleiri en einni skúffu.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information