Hundagerði í Fossvogsdal

Hundagerði í Fossvogsdal

Lokað gerði, sæmilega stórt. Með bekkjum fyrir eigendur og ruslatunnu fyrir pokana.

Points

Mjög margir Kópavogsbúar eiga hund en ekkert lokað gerði er í Kópavogi þar sem fólk getur leyft hundum sínum að skottast lausum í smá tíma. Fólki er skylt að hafa hunda sína í taumi og virða það flestir, hundar hafa hins vegar mjög gott af því að vera lausir, hnusa, snudda og leikið við eigendur sína. Það er þeirra eðli. Mikið er um alls kyns afþreyingu í Fossvogsdalnum og er það vel. En hundaeigendur hafa of lengi verið hunsaðir. Þeir eru jú útsvarsgreiðendur líka.

Það er of mikið af lausum hundum hlaupa um dalinn

Sjálfsagt - það er hverju bæjarfélagi til sóma að sinna öllum íbúum bæjarrins aðstöðu og þar sem hundum og hundafólki hefur fjölgað gífulega undanfarin á þá er þörf á hundagerði í Kópavogi og helst á nokkrum stöðum í bænum.

Mætti vel setja aparólur í Fossvogs/kópavogsdalinn. Einnig körfuboltavöll,fótboltavöll. Væri ekki leiðinlegt að börnin gætu farið í mini golf hér í Kjarrhólmanum og í kringum okkur

Nauðsyn að hafa hundagerði lofa þeim að fá útrás

Löngu orðið tímabært að fá hundagerði í Kópavog og fleiri en eitt. Maður þarf að gera sér ferðir langt í næstu bæjarfélög til að leyfa hundinum að hlaupa um lausum.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information