Laga aðkomu að Þingahverfi

Laga aðkomu að Þingahverfi

Svæði við Þingmannaleið milli Boðaþing og Gulaþings er í mikilli óreiðu, umrætt svæði verið illa frá gengið í mörg ár og versnar ástandið frá ári til árs. Þetta svæði þarf að hreinsa upp og loka fyrir. Svæðið er og hefur verið notað til geymslu ýmissa hluta sem eiga alls ekki heima þar, s.s vinnutæki verktaka, flutningbíla, ferðavagna ofl. Einnig hefur afgangs efni verið sturtað í nokkur magni á svæðið. Þetta gerir aðkomu að stórum hluta Þingahverfis ljóta og er ekki til sóma fyrir bæinn.

Points

Úr samþykktum Kópavogsbæjar: Í 12. grein samþykktar um meðhöndlun úrgangs segir skýrt: Óheimilt er að geyma skráningarskyld ökutæki án skráningarmerkja, kerrur, tæki, vinnuvélar, báta eða aðra hluti á almennum bifreiðastæðum, á götum eða á almannafæri. (https://www.kopavogur.is/static/files/Log-og-reglur/reglur_umhverfissvid/samthykkt-um-medhondlun-urgangs.pdf

Gleymdi að taka fram að ég er sammála með vinnuvélar og kerrur sem eru ekki með skráningarnúmer. allir ferðavagnar eru á númerum.

Ágúst, þetta snýst einmitt um fleira en þessa ferðavagna. Ásýnd svæðisins í heild sinni er orðin slæm.

er ekki betra að ferðavagnar séu þarna frekar en bílastæðum fjölbílishúsa?

Sjálfsagt er að bæta umhverfið þarna sem annars staðar en jafnframt er mikilvægt að eigendum ferðavagna í hverfinu bjóðist skammtíma afdrep á sumrin. Mætti skoða í samhengi við fjölgun fjölbýlishúsa í Kórahverfinu þar sem ferðavagnar leynast víða á bílastæðum og jafnvel á grasblettum. Ein hugmynd er að skipuleggja megi auð svæði í nágrenni við Kórinn og hesthúsabyggðina bæði fyrir hestvagna og ferðavagna. Sjálfsagt er að skilyrða slík afnot og greiða sanngjarnt leigugjald fyrir yfir sumartímann.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information