Leiksvæði við Menningarhúsin

Leiksvæði við Menningarhúsin

Róluvöllur á túnið með allskonar leiktækjum fyrir breiðan aldurshóp. Klifurgrind, rólur eitthvað nýtt og spennandi. Þetta tún er svo oft í skjóli (við norðan og austan áttum) og það væri alveg tilvalið að gera þetta svæði meira spennandi fyrir Kópavogsbúa og börnin og barnabörnin.

Points

Þetta tún býður uppá svo miklu meiri notkun af Kópavogsbúum. Menningarhúsin eru alltaf að færa sig meira og meira í átt að vera barnvænni og nú er búið að loka bílastæðinu milli húsanna til að gera meira pláss fyrir börn og gangandi vegfarendur. En það vantar eitthvað sem trekkir að fjölskyldurnar, flott leiksvæði með leiktæki fyrir breiðan aldurshóp. Þá hefur þetta svæði allt!

Sammála, túnið hefur svo mikla möguleika og synd að það skuli ekki vera betur nýtt. Tilvalið tún fyrir leiksvæði fyrir börnin og frábær staðsetning fyrir slíkt þar sem Menningarhúsin umlykja túnið og bjóða upp á fjölbreytta menningartengda afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Ef það verða sett upp leiktæki hefur svæðið allt eins og fram hefur komið.

Tek undir þetta, sérstaklega að leggja áherslu á að hafa leiktækin fyrir breiðan aldurshóp. Myndi vilja bæta við að gera túnið enn skjólsælla og huggulegra með því að gróðursetja meðfram Borgarholtsbraut, draga úr hlóðmengun frá umferðinni og varna því að börn fari upp á veg.

Hér mætti búa til lágreistan kastala í einhverri mynd líkt og hið þekkta sjóræningjaskip í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Kastali með margvíslegum þrautum og mörgum leiðum niður sem reyna á færni barna á mismunandi aldri

Það væri snilld. Ekki verra ef það væru lika einhvers konar unglingatæki eða æfingatæki sem unglingarnir gætu fengið utras á 😀 vantar algjorlega eitthvað sem höfðar til þeirra og na þeim ur sjoppunni 😀

Hér á öðrum stað er sú hugmynd að koma upp svokallaðri steiptri hjólabrettaskál á Rútstúni. Rútstún að mínu mati þolir ekki slíkt þar sem nú þegar er það vel nýtt og ef slíkt yrði gert þar myndi til dæmis hátíðir eins og 17. júní, sem nú þegar er búin að sprengja Rútstún ekki vera hægt að halda þar. Spurning hvort þessi hugmynd að hjólabrettaskál ætti frekar heima á þessum stað auk annarra leiktækja?

Væri líka mjög gaman ef það væri hægt að tengja þessi leiktæki við safnastarfið sem er allt í kring, dætrum mínum finnst mjög gaman að fara og tromma á trommuna sem var/er þarna. Við Ásmundarsafn er höggmyndagarður og vildi Ásmundur sjálfur endilega leyfa börnunum að leika í stærri verkunum, það væri t.d. hægt að tengja þetta listasafninu eða náttúrugripasafninu með risa hvalabeinagrind sem væri hægt að klifra í.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu á Kársnesi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information