Undirgöng eða gönguljós yfir umferðargötuna Vesturvör

Undirgöng eða gönguljós yfir umferðargötuna Vesturvör

Verið er að byggja nýtt hverfi í kringum siglingaklúbbinn og eins eru mörg börn sem sækja í siglingaklúbbinn Ými yfir sumarið. Vesturvör, gatan þar fyrir ofan, er mikil umferðargata og varasöm börnum. Bæta þarf aðgengi gangandi að siglingaklúbbnum og nýja hverfinu þar í kring með því að setja undirgöng eða gönguljós yfir Vesturvör þar sem mikil bílaumferð er.

Points

Slysahætta þar sem börn og aðrir gangandi fara oft yfir Vesturvör þar sem mikill umferðarþungi er og enginn gönguljós eða undirgöng (beint fyrir ofan siglingaklúbbinn Ými). Á veturna eru einnig mörg börn sem sækja í brekku við Naustavör til að renna sér í snjónum.

Styð þetta, en jafnvel þarf að setja umferðarljós þarna því erfitt mun verða að komast inná Vesturvörina þegar hverfið í Naustavör verður fullbyggt

Algjörlega kominn tími á undirgöng/umferðarljós. Umferðarhraðinn er allt of mikill á Vesturvörinni og mjög varasamt að ganga þar yfir.

Svo sammála!

Verið er að auka byggðina þarna svo umferð á líklega bara eftir að aukast. Líka eitt þessu tengt. Það er hjólastígurinn sem liggur austur-vestur og þverar líka þessa gönguleið en nær húsi klúbbsinns. Hann er orðin þeim sem eru að athafna sig ofan við klúbbhúsið og koma og fara frá svæðinu hættulegur vegna fjölgunar hjólandi á keppnishjólahraða. Þarna tel ég að þyrfti að bæta merkingar og tryggja að gangandi eigi alltaf réttinn yfir stígi frá suðri til norðurs.

Tek svo sannarlega undir þetta. Það er nauðsynlegt fyrir skólabörn sem búa í Naustavör og í nýja hverfinu sem er verið að byggja, að hafa örugga leið í skóla. Best væri að hafa undirgöng undir Vesturvör. Einnig fyrir alla íbúana í Naustavör og nágrenni, sem vilja labba sínar leiðir, upp í sundlaug, í búðir eða annað, að hafa einhvern stíg upp frá götunni annan en þann sem liggur við fyrrum hús Siglingastofnunar, en sá stígur er óupplýstur á kvöldin (ljósastaurar en engin ljós virk).

Umferðahraðinn á Vesturvör er mikill og því mjög mikilvægt að gera undirgöng undir götuna og setja líka umferðarljós fyrir þá sem vilja labba yfir götuna.

Mjög áríðandi að fá göng ! þetta er slysagildra fyrir gangandi vegfarendur umferðin er mjög hröð á Vesturvör takk Sigurður Axel Benediktsson Naustavör 4

Bráð nauðsinlegt. Mjög hættuleg gatnamót fyrir gangandi. Hafsteinn Guðmundsson íbúi Naustavör 4

Undirgöng á Vesturvör og almennt umferðaröryggi á að vera eitt af forgangsmálum bæjaryfirvalda í Kópavogi. Nú þegar er mikil slysahætta fyrir börn og fullorðna sökum umferðarþunga og hraðaksturs á þessu svæði. Bíðum ekki eftir slysi heldur hefjumst handa strax í dag.

Mikil umferðagata og hraðinnn þar alltof mikill. Einnig mikið um stóra bíla, rútur og flutningabíla. Mikilvægt að auka aðgengi gangandi vegfaranda að silingaklúbbnum, nýja hverfinu og göngustígunum meðfram voginum.

Mikil og hröð bílaumferð er um Vesturvör. Þarf að setja öryggi barna og annarra gangandi vegfarenda í forgang.

Nauðsynlegt fyrir öryggi gangandi.Íbúum fer mjög fjölgandi á næstu árum.

Styð þessa tillögu heilshugar, það þyrfti jafnvel að setja umferðarljós þarna því erfitt mun verða að komast inná Vesturvörina þegar hverfið verður fullbyggt.

Ég er algerlega sammála. Það vantar öruggari leiðir til að komast að göngustígunum við sjóinn. Bæði fyrir foreldra og börn og svo fyrir þau okkar sem hjóla í vinnuna á hverjum degi. Það er líka svo mikil barnaaukning í hverfinu og þarf að gera það öruggara. Umferðarljós við Vesturvör og Naustavör og/eða Norðurvör og svo einnig betri göngustíga á Vesturvör myndi bæta margt. Og enn betra ef hægt er að sameina þetta hugmynd um betra aðgengi upp Urðarbraut í framhaldi.

Forgangsverk að gera undirgöng/gönguljós. Umferð mikil og þung og eykst með stækkandi byggð. Ég er íbúi í Naustavör 10.

Þetta er algjört forgangsmál og varðar alla íbúa norðan Vesturvarar og Kársnesbrautar sem vilja eða þurfa að ganga suður á Kársnesið t.d í sund eða skóla. Það er óboðlegt að börn sem búa á þessu svæði þurfi að ganga yfir Vesturvörina við núverandi aðstæður.

Þessi hugmynd komst ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur en verður skoðuð nánar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information