Bærinn leysi til sín eignina að Furugrund 3.

Bærinn leysi til sín eignina að Furugrund 3.

Ásýnd fasteignarinnar að Furugrund 3 er í besta falli döpur. Staðið hefur yfir langt ferli þar sem reynt hefur verið að fá skipulagi breytt svo einhverjir geti grætt á að reisa þarna íbúðarhúsnæði. Bæjarstjórn státar sig af þetta sé gert í samráði við íbúa en slíkt er af og frá. Hverfið neðan Nýbýlavegur hefur ekki mikla þjónustu fyrir íbúa sína. Bæði leikskólinn að Furugrund og Snælandsskóli þurfa á frekari rými að halda. Mötuneyti og félagsmiðstöð td. Eða önnur þjónusta fyrir íbúa.

Points

Það væri stórt skref í þágu íbúa hverfisins að nýta þetta húsnæði fyrir Snælandsskóla, leikskólan Furugrund, aldraða í hverfinu eða einhversskonar þjónustumiðstöð fyrir hverfið sem nú er skortur á.

Það er mjög mikilvægt að þetta húsnæði lendi í höndum sveitarfélagsins. Skólarnir tveir sem eru þarna þurfa á því að halda alveg saman hvaða rök menn reyna að koma með það er þörf. Svæðið þarna þolir alls ekki meiri umferð íbúa eða hótelíbúða eins og hættan er á að þetta endi með að verða. Síðan er alveg forkastanlegt að núverandi eigendur skuli komast upp með svona umgengni í kringum skóla.

Þarna var nauðsynleg þjónusta fyrir hverfið. Alltaf notalegt að komast í búð, ísbúð, klippingu og aðra þjónustu án þess að keyra langar leiðir. Stemmingin í kring um Snælands video var í fínu lagi og eini ,,samkomustaðurinn´´ fyrir neðan Nýbýlaveg. Bæjarfélagið á að kaupa þetta húsnæði og bjóða síðan þjónustuaðilum að kaupa eða leigja að hluta. Einnig mætti hafa þarna bókasafn og húsnæði tengt skólunum.

Hvet alla til að mæta á fundinn á morgun 14. september í Kópavogsskóla fyrir íbúa í skólahverfi Kópavogsskóla, Álfhólsskóla og Snælandsskóla.

Það kom á sínum tíma fram í ummælum menntasviðs að húsnæðið í Furugrund 3 gæti nýst til að auka og bæta þá þjónustu sem leik- og grunnskólinn veitir. Svo ef bæjarstjóri segir nú að ekki sé þörf fyrir meira húsnæði fyrir Snælandsskóla þá er það ekki í samræmi við umsögn menntasviðs.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Hugmyndir íbúa hverfisins um notkun á húsnæðinu í þágu íbúa hverfisins eru m.a. að bæta úr húsnæðisvanda Leikskólans Furugrundar og Snælandsskóla. Eins hugmyndir um að hafa þar þjónustu við fatlaða og/eða aldraða íbúa bæjarins, bókasafn og annað í þeim dúr.

Það þarf að huga þörfinni sem er til staðar, bætta aðstöðu í skólanum og leikskólanum þarna og þjónustukjarna en ekki gróðrasjónarmiðum. Húsnæði skóla og leikskóla er sprungið. Samt á að bæta við íbúðum þarna... Ekkert vit í þessu

Þetta bíla kirkjugarður er stórslysahætta fyrir börnin í hverfinu!

Þegar komið var með undirskriftarsöfnun til okkar bað èg konuna að koma seinna þar sem ég ætlaði að kynna mér málið sem ég gerði með fyrirspurn til bæjarstjóra sem svaraði mér því að ekki væri þörf fyrir meira húsnæði fyrir Snælandsskóla.Bæði hefði nemendum fækkað og síðan væri hægt að nýta gamla íþróttasalinn eftir að Fagrilundur var reistur.

Á loft mynd sést greinilega hverni þessi reitur sem afmarkast af Furugrund og Víðigrund innheldur eingöngu skólabyggingar. Að ætlað að fara klessa þarna margar íbúða húsi inná reitinn er óásættanlegt þegar báðar þessar stofnanir þurfa pláss undir fálags aðstöðu og mötuneyti td.

Eins og áður hefur komið fram þá er staðsetning hússins að Furugrund 3 þannig að hún er eins og hluti af leikskóla, grunnskóla og íþróttasvæðinu og með kaupum gæfist einstakt tækifæri til að búa til heilstæða einingu utan um starfssvæði ungviðisins í hverfinu. Í tengslum við kaup ætti einnig að horfa til sameiningar á gunn- og leikskólanum.

Eins og annarsstaðar hefur komið fram þá er staðsetning húsins að Furugrund 3 eins hluti af heild sem saman stendur af leikskólanum, skólanum og íþróttasvæðinu. Nú þegar tækifæri er að horfa til framtíðar með aðstöðuna fyrir leik- og grunnskólan og um leið að eiga möguleika á að endurskipulegga svæði sem eina heild á ekki að láta það úr greipum renna, það væri alvarleg misstök.

Ef þetta er framtíðarsýn þeirra sem fara með völd í Kópavogi að ráðstafa síðasta húsinu í hverfinu sem skipulagt er fyrir verslun og þjónustu, þetta er í þágu eins verktaka sem vill selja íbúðir en ekki íbúa í hverfinu. Það sem verður vandamál næstu ára er aukið byggingamagn á Kársnesi og Lundarhverfi sem mun og er að stífla Nýbýlaveginn á sama tíma þurfa íbúar að sækja alla sína þjónustu útúr hverfinu uppá Nýbýlaveg, þarna verið að fórna síðasta hálmstráinu fyrir skammtíma gróða.

Sverrisson Eins og annarsstaðar hefur komið fram þá er staðsetning húsins að Furugrund 3 eins hluti af heild sem saman stendur af leikskólanum, skólanum og íþróttasvæðinu. Nú þegar tækifæri er að horfa til framtíðar með aðstöðuna fyrir leik- og grunnskólan og um leið að eiga möguleika á að endurskipulegga svæði sem eina heild á ekki að láta það úr greipum renna, það væri alvarleg misstök.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information