Körfuboltavöllur austan megin í Fossvogsdal

Körfuboltavöllur austan megin í Fossvogsdal

Norðan við Kjarrhólma er tilvalinn staður. Mikið af ónýttu svæði og fullt af krökkum sem búa í hólmunum og túnunum sem stutt væri fyrir að fara. Þetta svæði hefur upp á mikið að bjóða en hefur alveg orðið eftir í uppbyggingu á leiksvæðum f. krakka í þessu hverfi. (frisbígolf, æfingasvæði, blak, fótboltavellir o.fl. vestan megin)

Points

Sammála þessu, það er löngu kominn tími á þetta svæði

Það er mikið ónýtt svæði austan megin í Fossvogsdal (Kópavogsmegin.) Mikið er búið að gera vestan megin í dalnum en austari hlutinn hefur algerlega setið á hakanum og nú er kominn tími á að gera eitthvað þarna líka. það er tilvalið að koma upp körfuboltavelli þar sem enginn slíkur er í þessum hluta Kópavogs. Krakkarnir í þessu hverfi þurfa að leita til Reykjavíkur, í Fossvogsskóla til þess að spila körfu. Þar er skólavöllur til fyrirmyndar.

Það er alger óþarfi að rífa upp hvert einasta græna svæði sem til er undir eitthvað. Stundum eru græn svæði bara ágæt eins og þau eru. Það er nóg af leiksvæðum, frísbigólfi, æfingasvæði og öðru þarna rétt hjá.

Það er lögnu tímabært að Kópavogsbær geri góðan körfuboltavöll í þessu hluta bæjarins. Það er enginn góður völlur fyrir krakka í þessu hverfi til að spila á. Körfuboltavöllur er ekki það stór að það hafi áhrif á grænt svæði sem þarna er.

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information