Skatepark í austurhluta Fossvogsdals

Skatepark í austurhluta Fossvogsdals

Hjólabretti, hlaupahjól og BMX hjól eru íþróttir sem hafa aukið í vinsældum hjá börnum og unglingum. Það bráðvantar leiksvæði sem eru ætluð þessum íþróttum. Fossvogsdalurinn er með meir en nóg svæði til að hýsa þessar íþróttir á einum stað.

Points

Geðveik hugmynd og ég kem algjörlega að prófa hann 😀👍

Já loksins eitthvað gott skatepark gegjað

Þetta klárlega vantar á höfuðborgarsvæðið ! Bmx brós hafa meðal annars sínt það og sannað að áhuginn fyrir þessu sporti er til staðar, svona lagað hentar lika öllum aldurshópum og mjög algengt er að ólíkir hópar nái að notast við svona aðstöðu í sátt og samlindi

Þetta er löngu, löngu tímabært. Það er mikil áhugi á bretta og scooter iðkun á landinu og ekki nema sjálfsagt að þessi stóri hópur fá gott svæði til að leika sér á.

Algerlega frábær hugmynd. Ekkert fyrir krakka að gera neðan Nýbýlavegar annað en fótboltavellir. Þurfa að fara til Reykjavíkur í Fossvogsskóla til að sækja viðunnandi körfuboltavöll og bara tími til kominn að gera eitthvað Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Sérstaklega austan megin fær þessi falda perla enga athygli

Svo löngu tímabært að koma á almennilegri aðstöðu fyrir órammaðar íþróttir, forðast að nota orðið "jaðar"sport hér því þetta er ekki á neinum jaðri þegar iðkendur eru taldir. Svo langt frá því að allir rúmist eða hafi áhuga á frjálsum eða bolta íþróttum á línustrikuðum leikvöllum. Það hreinlega vantar alla aðstöðu sem hæfir sportinu, meira en 20m2 af krossviðsplötum og engu viðhaldi, þar sem hægt er að stunda sportið af einhverri alvöru. Ég mun mæta með mig og mitt barn, svo mikið er víst👊

It is necessary to have a good quality skatepark in Iceland and especially around the Reykjavík/Kópavogur because there is a lot of talent there. Many kids are incredibly good and every time I come to Reykjavik I wonder why there isn't a decent skatepark where they could hang out. The best skatepark so far in the area is "Fifan" and that isn't enough for young talented kids to develop their incredible skills. Building this skatepark will promote both skateboarding and Kópavogur, for the good.😄

Algjör þörf á, frekar að hafa börnin úti að leika sér heldur en inni í tölvum.😀

Börn og unglingar sem vilja stunda þessar íþróttir hafa ekki marga kosti og oft eru þau að leita í bílastæði eða jafnvel gangstéttum við umferðargötur. Það er einn lítill viðar rampur Reykjavíkurmegin í dalnum. Undantekningalaust eru krakkar þar á hverjum degi, þrátt fyrir smægð og lélegt ástand á pallinum. Það er mikilvægt að gefa þeim aðstöðu til að iðka þessar íþróttir á öruggu upplýstu svæði í heimabyggð sinni.

Snilldarhugmynd! Minn 10 ára myndi hoppa hæð sína ef þetta myndi verða að veruleika, hann er forfallinn hjólabretta gutti og okkur finnst bráðvanta svona svæði nær okkar heimili (Skólagerði). Svo eru svona svæði svo sniðug því þar geta hjólabretta, hlaupahjóla og bmx iðkendur komið saman og þetta er fyrir svo breiðann aldurshóp.

Áhugi á hlaupahjólum, BMX og hjólabrettum hefur verið mikill hjá mínum börnum, margar ferðir hafa verið farnar um allan bæ að leita að góðum svæðum til að æfa á. Hvergi er viðundandi æfingasvæði að finna. Eflum þennan þátt hreyfingar og drögum þannig úr áhuga á tölvuleikjum og öðrum kyrrsetuáhugamálum sem oft er auðvelt að detta í sé ekkert skemmtilegt leiksvæði í boði. Dæmi má sjá hvað Rútstún hefur lifnað við eftir leiktækin þar og mætti nú fjölga þeim. Eflum útivist og hreyfiáhuga barna.

Build it and they will come.

Kominn tími á að gera eitthvað fyrir þessar íþróttir. Hópurinn orðinn stór og fer bara stækkandi. Til þess að iðkendur geti þróað sínar íþróttir þarf gott svæði sem bíður upp á fjölbreytileika

Tekur pkáss kostar mikið fyrir bæjin sem er hægt að nota í annað

Minn 9 ára er mikill áhugamaður um allt sem kemur bmx, hjólabrettum og hlaupahjólum við. Það hins vegar bráðvantar svona hér á Íslandi. Einn lítill pallur er í öllum Hfj! Fyrir utan brettafélagið sem er samt innanhúss og oft með kennslu í gangi. Ég myndi hiklaust rúnta í fossvoginn með minn til að gleðja hann og vil líka fá svona í hfj 👍

Reykjavík vantar sárlega alvöru aðstöðu fyrir þessar íþróttir. Það er MJÖG mikilvægt að aðstaðan sé hönnuð og útfærð af fólki sem hef mikla reynslu af íþróttunum og býr að þekkingu um byggingu slíkra svæða. Of mörg bretta/bmx/hlaupahjóla svæði á Íslandi eru útfærð af aðilum sem ekki skilja notendur og þarfir þeirra. Þar af leiðandi er fjármagnið illa nýtt. Ég vil stinga upp á www.fsrbeton.dk eða www.pivotech.se sem dæmi um góða hönnun og útfærslu.

Þessi frábæra hugmynd fær mitt atkvæði, veit þetta myndi slá í gegn, verða mikið notað!!

Þetta eyðileggst ekki heldur eins og öll þessi " rhino" pork sem eru gerð plasti

😡🤬

Þessi hugmynd var sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information