Leiktæki í austurhluta Fossvogsdals

Leiktæki í austurhluta Fossvogsdals

Fossvogsdalurinn allt frá Fagralundi að Víkingsíþróttasvæðinu er auður. Væri frábært að fá einhver leiktæki þar í dalinn fyrir börn.

Points

Fossvogsdalurinn austanmegin er nánast bara tún. Það er mikið af fjölskyldufólki sem gengur um dalinn og væri frábært að fá tæki fyrir börnin.

Endilega. Sett hafa verið upp ný gerð leiktækja á Rútstún, við andapollinn vestast í Kópavogsdalnum, fyrir neðan Reynigrund, o.s.frv. Svæðið fyrir norðan Kjarrhólmann myndi henta afar vel fyrir slíka aðstöðu en þar var lítill malar/sparkvöllur en var síðan yfirtekið fyrir 'brýnni' verkefni (tæki/tól vegna grassláttar, ...) með miklu ónæði. Þarna mætti einnig hafa minigolfvöll, o.fl.

Finnst svæðið sem Sævar talar um, þar sem einusinni var lítill malarvöllur og nú geymir drasl, væri að mínu mati tilvalinn f. körfuboltavöll sem ekkert er af í þessum hluta Kópavogsbæjar. held að bærinn þurfi af alvöru að fara að huga að fleiri íþróttum en fótbolta/sparkvöllum og fara að auka fjölbreyttni. Sem dæmi eru 3 strákar í árgangi 2006 að æfa körfubolta Í ÖLLUM KÓPAVOGI. Held að það megi telja á fingrum annarar handar hve margir æfa körfu í Snælandsskólahverfinu. það þarf eitthvaðaðgera

Það þarf að huga að eldri krökkkum (10 ára og eldri því hin yngri hafa leiktæki á leikskólunum), halda þeim nær heimilum og í hverfinu með því að hafa körfuboltavöll, skate-park o.s.frv því þau leita í sjoppur og aðra þess háttar staði til þess að hittast og vera saman þar sem ekkert annað er við að vera í þessum hluta bæjarins.

Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Digranesi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information